Óðinn - 01.01.1936, Qupperneq 34

Óðinn - 01.01.1936, Qupperneq 34
34 Ó Ð I N N fyrsti fyrir Vestur-ísafjarðarsýslu eina, því að áður voru báðar Isafjarðarsýslur eitt kjördæmi. Jóhannes sat á þrem þingum, 1903 — 1907. A þingi voru þá aðeins tveir flokkar. Var Jóhannes enginn flokksofstækismaður, en fylgdi þó heimastjórnarmönn- um að málum. Skipaði hann þingsæti sitt með sóma, þó að ekki beitti hann sjer mikið. Enda er mjer næst að halda, að honum hafi verið skapi nær, að beita sjer og kröftum sínum fyrir nytjamálum heima í hjer- aði sínu, heldur en að standa í þingdeilum. Þó fylgd- ist hann vel með í landsmálum og hafði á þeim ákveðnar skoðanir. Á þessum árum var komið upp sýslubókasafni fyrir Vestur-ísafjarðarsýslu. Átti ]óhannes hugmyndina að því; var það fyrst rætt á þing- og héraðsmálafundin- um, styrkt af sýslusjóði og síðan borið fram á Alþingi af Jóhannesi. Bókasafnið var á Þingeyri og var Jó- hannes bókavörður til 1926. Á síðastliðnu ári var það flutt að Núpi, þar sem héraðsskólinn er, til þess að nemendur þar gætu notið þess. Enn átti Jóhannes einna mestan þátt í því, að hreppurinn árið 1928 náði kaupum á Þingeyri, sem upphaflega var hjáleiga frá Söndum, en hafði verið seld Þingeyrarkaupmanni, N. Chr. Gram, og var þá undir umráðum landsbankans. Voru fleiri um boðið, að vilja kaupa Þingeyri, og því torsóttara fyrir hrepp- inn en ella að ná kaupunum, sem að sjálfsögðu var eðlilegast og hagkvæmast fyrir sveilina. Taldi Jóhannes sjálfur, að Þorbergur Steinsson, er þá var oddviti, hefði gengið best fram í að kaupin náðust, en báðir unnu þeir saman að því og tóku sjer til þess ferð á hendur til Reykjavíkur. Árið 1904 stofnuðu búendur í Þingeyrarhreppi brunabótafjelag, sem nefnt var Verðandi, og starfaði það þangað til Brunabótafjelag Islands var stofnað. Var þá ekki lengur verkefni fyrir það, en það hafði dafnað vel og safnað allríflegum sjóði. Sat Jóhannes alla tíð í stjórn Verðandi, enda einn af aðalhvatamönn- um að stofnun fjelagsins. Sjóði þess, sem er um 32 000 kr., hafði enn ekki til fullnustu verið ráðstafað, en á síðasta fundi fjelagsins áður en Jóhannes andað- ist, var kosin nefnd til að semja skipulagsskrá og átti Jóhannes sæti í henni. Auk þeirra starfa, er hjer hafa verið talin, hafði Jó- hannes á hendi fjölmörg önnur opinber störf, því að þeim þótíi jafnan vel komið í hans höndum, ef hann gat bætt þeim á sig, og líkaði jafnan vel meðferð hans á hverju starfi. Árið 1891 var þjóðmálafundur haldinn að Kolla- búðum í Barðastrandarsýslu og var Jóhannes þar, kos- inn fulltrúi fyrir Þingeyrarhrepp. Þegar fasteignamats- lögin voru sett, var Jóhannes skipaður í fasteigna- matsnefnd og formaður hennar, og 1919 kosinn aðal- virðingamaður Brunabótafjelags Islands. Þá var hann skoðunarmaður þilskipa og ullarmatsmaður, og ef til vill voru honum enn fleiri trúnaðarstörf falin, þótt jeg hafi ekki heimild fyrir. Ennfremur var hann umboðs- maður enskra togara á Vestfjörðum, því að hann mælti á enska tungu, og sýnir það, að traust hans náði lengra en til sveitunga hans einna, en þeim vann hann aðallega sitt langa lífsstarf, með einlægum áhuga á að verða sveit sinni að gagni og efla sæmd og framfarir hjeraðsins. Því að Jóhannes var framfara- maður og fús að breyta til hins betra, en þó með skynsemd og gætni. Hann var sæmdur riddarakrossi fálkaorðunnar. Sterkasti þátturinn í starfi Jóhannesar var vand- virkni og samviskusemi. Hann var drengur góður og ríkur af samúð með þeim, sem miður máttu. Hann var skapmaður, en þó viðkvæmur og stiltur vel, gleði- maður í mannfagnaði og daglegri viðkynningu, en yfirlætislaus í framgöngu. Hann var eljumaður og af- kastamikill, bæði í iðn sinni og við opinber störf. Heimildarmaður minn, sem þekti hann til hins síðasta, skrifar, að hann »virtist ávalt ungur maður, var það í anda«. Hann var góður og skyldurækinn heimilis- faðir, og undi sjer best á heimili sínu hjá konu og börnum, sem hann bar föðurlega umhyggju fyrir. Kona Jóhannesar, sem enn lifir mann sinn, heitir Sigurlaug Helga Samsonsdóttir. Hún er fædd 18. nóv. 1856 að Bjarghúsum í Vesturhópi í Húnavatns- sýslu. Foreldrar hennar voru Samson trjesmiður Sam- sonsson og kona hans Osk Gunnarsdóttir, bæði vel greind og valinkunn hjón. Flutfu þau um 1860 að norðan að Rauðsdal á Barðaströnd og þaðan síðan til Dýrafjarðar, og mun það hafa verið að tilhlutun Hákonar Bjarnasonar, er þá var verslunarstjóri á Þingeyri, og Samson unnið að húsasmíðum fyrir hann. Um hríð var hann hreppstjóri í Þingeyrarhreppi, en ljet af því 1885. Hann bjó á Granda, og síðast þar sem kallað er á Ásgarðsnesi, rjett fyrir innan Þing- eyri. Helga, sem hún aðeins er kölluð, er mæt og merk kona og manni sínum samhent og samboðin í hvívetna; fremur lág vexti, en fríð sýnum, greind vel og einörð í tali. Hún var, sem áður segir, söngelsk og hafði góða rödd sem fleiri systkini hennar og ættfólk. Hinn 17. febr. 1934 hjeldu þau hjónin gullbrúð- kaup sitt, buðu til mörgum og veittu af rausn. Voru þeim þann dag af sveitungum og vinum færðar minn-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94

x

Óðinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.