Óðinn - 01.01.1936, Qupperneq 35

Óðinn - 01.01.1936, Qupperneq 35
Ó Ð I N N 35 Jóhannes Ólafsson, hreppstjóri Höldur fjell af horsku kyni, hann var golt að eiga að vini. Þakkar störfin sínum syni sveitin hans við Dýrafjörð. Vfir mörgum manndómshlyni minningin skal halda vörð. Fólksins hylli — hærra settur — hlaustu, það var sjálfs þín rjettur. Hjálmur þinn var hreinn og þjettur: Höfðingsfas og glæsivit. Sterkur eins og stuðlaklettur stóðstu í dægurmálaþyt. Festa þín á fundum ljeði fylgi, sem að málum rjeði. Kveykti oft í köldu geði kímni þinnar gletnisflug. Stóðst ei neinn, er geiglaus gleði geistist út frá þínum hug. jafnan hress og hraustur í máli. Háreistur var andans skáli. Reiddi sverð gegn rógi’ og táli rödd þín stundum æðiklúr. Stirfinn reyndist stundarprjáli. Störfum þínum megintrúr. Sindrað gat frá sjónum snörum samúðin með fólksins kjörum. Horfði fram frá huga örum háfleyg sál, sem undir bjó. Heitur í lund og hvass í svörum. Harður á svip, en mildur þó. Mörg og nöpur mætir hryðja mönnum þeim, sem veginn ryðja. Fót þinn studdi fjölhæf iðja fastast, þegar móti bljes. Mikilhæfni mestu niðja minnir á gamla Jóhannes. Þó að stóllinn þinn sje tómur, þá skal enginn kjökurshljómur, ekkert vol nje eymdarrómur elta þig um dauðans hlið. Stefnt hefur lífsins stóridómur starfi þ'nu á önnur svið. Alt skal geymt, sem veg þinn varðar; verk þín mæla guðakvarðar. Lífsins minjar ljúfar, harðar, leiftra yfir þinni gröf. Draup af himni Dýrafjarðar dagurinn þinn í tímans höf. Dýrfirðingur. ingargjafir, honum skrifborð og henni hægindastóll, hvorttveggja hinir vönduðustu gripir. Börn þeirra hjóna eru 5 á lífi: 1. Sigurður, verkamaður á Þingeyri, kvæntur. 2. Qunnar Andrew, cand. phil., á ísafirði, kvæntur. 3. Fríða, gift kona á Þingeyri. 4. Leifur, verkamaður á Þingeyri, kvæntur. 5. Óskar, ókvæntur, á Þingeyri. Jóhannes virtist hraustur maður, en tók sjúkleik 1934, sem honum virtist þó batna, en veiktist í fyrra- vor af inflúensu, sem dró hann til dauða eftir stutta legu. Hann var jarðsettur 24. júní á Þingeyri af pró- fasti Sigtryggi Guðlaugssyni að viðstöddu fjölmenni innan- og utanhjeraðs. Oddviti hreppsins talaði við úlförina og afhenti silfurskjöld, er á var letrað: Jóhannes Ólafsson, hreppstjóri, fæddur 22. júlí 1859, dáinn 13. júní 1935. Þakklætis-minning fyrir 45 ára dáðrík sveitarstjórnarstörf. Hreppsfjelag Þingeyrarhrepps. Um leið og jeg enda þetta mál mitt með þakklæti í hug fyrir samstarf á fyrri tíð og vináttu til æfiloka, sem jeg nú minnist með sjerstakri ánægju, tilfæri jeg að síðustu orð nákunnugs manns, sem einnig átli lengi samvinnu við hann: »Með Jóhannesi er horfinn einn hinna merkustu og þróttmestu manna í Dýrafirði, sem var miklum og fjölbreyttum hæfileikum búinn*. Kristinn Daníelsson. ® Helgi Briem, verslunarfulltrúi íslands erlendis, hef- ur samið mikið og fróðlegt rit um Jörgensens-upp- reisnina hjer á landi í byrjun 19. aldar. Ætlar hann að verja það fyrir doktorsnafnbót hjer við háskólann innan skams. Er margt dregið þarna fram, eftir enskum heimildum, sem ekki hefur verið kunnugt hjer áður, og er ritið í heild sinni hið merkilegasta. Höf. heldur því fram, að ísland hafi um hríð, eftir Jörgensens- byltinguna, verið sjálfstætt ríki. ®®®
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94

x

Óðinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.