Óðinn - 01.01.1936, Page 36

Óðinn - 01.01.1936, Page 36
36 Ó Ð I N N Anna Pjetursdóttir prófastsfrú á Hálsi í Fnjóskadal. I Frú Anna Pjetursdóttir frá Hálsi andaðist hinn 25. febr. síðastl., rúmlega 64 ára að aldri. Dauði hennar var eigi að eins ástvinum hennar mikið harmsefni, heldur mun og mörgum, sem henni höfðu kynst, hafa fundist tómlegra og snauðara á heimili hennar, þegar hún var horfin. Það má rekja æfiatriði hennar í fáum línum, en um mannkosti hennar mætti fara mörgum orðum. Þó verður það ekki gert hjer. — Hún fæddist í Vestdal í Seyðisfirði 12. nóv. 1871, og voru foreldrar hennar Pjetur bóndi Sveinsson, hreppstjóraSveinssonar í Vestdal, sem dáinn er fyrir löngu, og Ólöf Bjarna- dóttir, sem enn lifir hjá frú Margrjetu dóttur sinni á Egilsstöðum á Völlum, 102 ára gömul. — Anna sál. naut góðrar fræðslu í æsku hjá hinum ágæta kennara Lárusi sál. Tómassyni á Seyðisfirði, og síðar var hún 2 vetur við nám í Reykjavík. Hinn 21. júní 1896 giftist hún sjera Asmundi Gíslasyni á Bergsstöðum, og bjuggu þau hjón þar 8 ár, en fluttust þá að Hálsi í Fnjóskadal, þar sem hún átti heimili til æfiloka. Þau eignuðust 4 syni, dó einn þeirra ungur, en hinir þrír eru nú komnir á fullorðinsár. Frú Anna var fríð kona og góðum gáfum gædd, og frábærlega ötul og umhyggjusöm húsmóðir, hrein- lynd og vinföst og hlýleg í viðmóti, ekki síst við þá, sem minni máttar voru eða eitthvað amaði að. Það kom sjer vel fyrir hana, einkum eftir að hún fluttist að Hálsi, að hún hafði vanist umferðinni miklu á Egilsstöðum, þar sem systir hennar og mágur, ]ón sál. Bergsson, bjuggu með miklum dugnaði og skör- ungsskap, enda . skorti hana sjaldan úrræði og kjark, því margt kallaði að í þjóðbraufinni á Hálsi. Það fóru líka margir hressari og glaðari frá henni, en þeir komu. — Það var hennar hlutskifti, sem svo Anna Pjetursdóttir. margra annara góðra kvenna, að eyða æfi og kröftum öðrum til hjálpar og hagsbóta. Það varð enginn hjer- aðsbrestur, er hún hnje í val, en með sanni má heim- færa til hennar hendingar Bjarna Thorarensen skálds: » — — en þegar fjólan fellur bláa, fallið það enginn heyra má, en ilmur horfinn innir fyrst, urta bygðin hvers hefur mist<(. Söngröddin hennar fagra heyrist nú ekki lengur og hún er horfin úr blómagarðinum sínum, sem hún kom upp við bæinn sinn, þar sem henni var svo mikið yndi að dvelja og starfa. Hún er horfin þeim vinum sínum — blómunum — eins og öðrum hjer. X. II. Þú straukst mjer ungum tárin blttt af brá og baðst mig þess að gleyma stundarhörmum, því alt af mætti eitthvað fagurt sjá og allir væru’ í Drottins kærleiksörmum. ]eg hefði átt við þrautabeðinn þinn að þerra dauðans sveita’ af köldu enni, þess færi’ ei gafst og skýrt við skilnaðinn til skuldar minnar nú við þig jeg kenni. Jeg signi’ í huga hljóður þína gröf, sem helgast nú af mörgum vinatárum, en andi þinn á ekki’ í henni töf, það er mín trú og bót í harmi sárum. Jeg sje þig vakna eftir dauðans dá í dýrðarljósi’, og gleyma öllum hörmum. Því Drottinn sjálfur þerrar þína brá og þig hann vefur sínum kærleiksörmum. Þó milli okkar sjeu’ hin svörtu göng, jeg sje þig brosa til mín gegn um tárin! Þú gleðst viö fögur blóm og sælan söng á sumarlandi bak við Hel og árin. Gunnar Árnason Löngum prestar lands vors hafa verið þjóðfjelags þegnar bestu, og menningar vorrar máttarstólpar, en preslsetrin prýði sveita. Því að kirkjunnar kennimenn voru oft fólksins fyrirmyndir; reyndust ráðhollir, rjettu deilur, og voru bjargvættir bygða sinna. III. Og prestkonan mörg var prýði sveitar, elskuð og virt af öllum lýði; hússtörf hún kendi’ og hannyrðir og siðfágun sveita konum. Prófastsfrú Anna Pjetursdóttir, sem húsfreyju sess á Hálsi prýddi, var göfuglynd og góð kona, fyrirmannleg og fríð sýnum. frá Skútustööum. Hispurslaus, hrein- oghollíráðum [lynd, samhent elskuðum eiginmanni, stýrði’ hún garði með stakri prýði og gat sjer granna og gesta Iof. En margar stundir milli starfa sál hennar undi í söngva heimi, og blómálfa fjöld við bæinn sinn á vori hverju hún vakti’ af dvala.

x

Óðinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.