Óðinn - 01.01.1936, Side 40

Óðinn - 01.01.1936, Side 40
40 Ó Ð I N N Eyrarbakka og alla leið austur til Heklu. Eitthvað af þeirri leið fjekk hann hest. — Er hann kom úr þeirri ferð, bauð jeg honum að fara með honum suður á Reykjanes. Við lögðum af stað um miðjan ágúst og fórum á reiðhjólum til Kefiavíkur. Þar gistum við hjá Þorgrími lækni, skildum þar eftir reiðhjólin og fórum gangandi út á Reykjanes og fengum bestu viðtökur hjá ]óni vitaverði og konu hans. Þar vorum við svo um kyrt næsta dag og skoðuðum hverina og hraunin; fanst honum mikið til um það, sem hann sá. Þar var þá gufuhver í fullri starfsemi og gaus hátt. Er við vorum að reika um hæðirnar, komum við að stórum eldgíg og fórum þar niður, það var mikill sandur ; botninum og óskaði jeg að hafa þar fjölda af drengj- um iil leika, það væri reglulega skemtilegur leikvöllur; en Wadell sá gíginn í alt öðru ljósi. Þriðja daginn hjeldum við svo til Keflavíkur og tókum hjól okkar og riðum af stað eftir kvöldverð. A Vogastapa bilaði hjólið, sem Wadell reið á. Við gerðum við það, en svo bilaði það aftur í Vogunum, og urðum við svo að ganga alla leið til Reykjavíkur og komum ekki heim fyr en kl. 3 um nóttina. — Skömmu síðar átti hann að fara hjeðan og var honum haldið samsæti í K. F. U. M. áður. I því samsæti höfðum vjer annan góðan gest. Það var stúdent Paul Ljunge frá Kaup- mannahöfn. Hann var kominn í heimsókn til frænd- fólks síns; hann var dóttursonur Quðmundar Thor- grimsen frá Eyrarbakka. Hann dvaldi hjer hjá frú Ástu Hallgrímsson, móðursystur sinni. Mjer var Páll kunnugur frá Kaupmannahöfn, því að hann var drengur í unglingadeildinni, þegar jeg var þar, 1908, og var mjer sjerlega kær. Hann var einn af þeim ljúfustu unglingum, sem jeg hef kynst. í samsætinu var glatt á hjalla. Það voru sungin kvæði á íslensku, dönsku og sænsku, og var bæði gaman og alvara á ferðum. — Um Wadell er það að segja, að eitthvað 9 eða 10 árum seinna kom hann hingað aftur og var þá með jarðfræðinga-leiðangri, er rannsakaði Vatnajökul, og fundu þeir þá það, sem þeir nefndu Svíagíg eða eitthvað þess háttar. Skrifaði Wadell bók um þá för á ensku og sendi mjer hana. — Jeg man vel eftir deginum, þegar Paul Ljunge fór af stað, því þá kom fyrir mig atvik, sem jeg seint mun gleyma. Loftur Guðmundsson hafði þá undan- farið legið veikur af gömlu meiðsli í fætinum, rjett neðan við öklann. Það þurfti að skera þar og var það hvorki mikil eða hættuleg »operation*. Jeg kom til hans um morguninn og fjekk að vita, að hann ætti að fara til uppskurðarins þá um daginn. Við töl- uðum ljettilega og næstum með gamansemi um þetta, og var hvorki Loftur nje neinn af vinum hans kvíða- fullur út af þessu. Kl. að ganga 5 fór jeg niður í Templarasund til frú Ástu, til þess að kveðja Ljunge. Þaðan ætlaði jeg niður í Zimsensbúð. Þegar jeg kom að horninu á Skólabrú og Lækjargötu, varð jeg alt í einu gripinn af þeirri dauðans angist, að jeg ætlaði varla að komast úr sporunum. Mjer datt þá í hug, að nú mundi verið að skera í fótinn á Lofti, og fanst mjer eins og eitthvað ægilegt stæði yfir. Jeg reyndi til að telja sjálfum mjer trú um að þetta væri tóm vitleysa og ætlaði að halda leiðar minnar, en er jeg kom að Amtmannsstígnum, tók angistin algerlega vald yfir mjer. Jeg þaut eins og örskot heim og inn í bænaherbergi mitt og bað fyrir honum; svo hvarf alt í einu þessi angistartilfinning og jeg hálfhló að sjálfum mjer. Svo datt mjer þetta ekki framar í hug, fyr en Gísli bróðir hans kom til mín um kvöldið. Hann sagði mjer þá, að Loftur hefði nærri því verið dauður. Hann þoldi ekki svæfinguna og læknarnir voru lengi að baxa við að fá hann til að anda, og urðu svo að gera við sárið á honum vakandi. Undirbúningur Ameríkuferðar. Vorið 1913 fjekk jeg oft hið ágætasta veður á kvöldin á leið minni heim frá Hafnarfirði. Jeg var oft seint á ferð; fór ekki af stað frá Hafnarfirði fyr en kl. 1U/2 eða svo. Gekk jeg þá einatt í -hægðum mínum og skemti mjer við ýmsar hugsjónir, og bygði skýjum hærri Ioftkastala. Fyrir löngu var sú hugmynd komin inn hjá mjer, að Bessastaðir væru hinn ágæt- asti staður til sumardvalar fyrir drengi úr báðum bæjunum. Jeg hugsaði mjer að gaman væri að eign- ast Bessastaði og stofna þar sumarheimili. Hafði jeg hugsað mjer fyrirkomulagið alt og ofið í huganum ótal æfintýri um þetta. Hugsaði jeg mjer að taka um 200 drengi, sem gætu dvalið þar frá því síðast í maí, er skólum væri Iokið, og hafa þá fram í miðjan sept. Skyldi hverjum virkum degi skift niður til rösklegrar vinnu, því að nóg væri þar verkefni, og til íþrótta og lærdóms. Ekkert gæti verið hollara hinum uppvaxandi drengjalýð. Jeg Ijet ímyndunaraflið leika lausum hala og skemti sjálfum mjer vel. Jeg bjó til á þessum göngum mínum í kyrð næturinnar margar skáldsögur út frá þessari hugmynd. Mig skorti aldrei fje til slíkra framkvæmda, að byggja staðinn upp með þetta fyrir augum. Jeg sá fyrir mjer þennan drengjahóp á aldr- inum 8—14 ára og unga foringja fyrir hverjum 10 drengjum. Jeg sá hinn stóra svefnsal, með hengirúm- um í röðum, og ranghala mikinn meðfram hlið skál- ans, þar sem drengirnir hlypu eftir á morgnana í röð-

x

Óðinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.