Óðinn - 01.01.1936, Side 44
44
Ó Ð I N N
Arfurinn.
i.
Hin borgaralegu lög í öllum menningarlöndum
tryggja afkomendum sömu foreldra jafnan rjett til
arfs, hvort sem er góss eða gull, og þessi rjettur
nær til afkomenda í fleiri liðu og til hliðarlína ætt-
anna. — En náttúran sjálf þekkir ekki þennan rjett,
og fer aðrar leiðir. — Hinn náttúrlegi arfur, er börnin
hljóta frá foreldrunum, er misjafn; ætíð meira eða
minna, því engar tvær lífverur fæðast alveg eins. —
Það hafa vísindin sannað, eins og síðar verður komið
að í þessu erindi. — Náttúran þekkir ekki til mann-
úðar þeirrar, er mennirnir hafa á lofti haldið um
margar aldir. — Börnin, sem setjast við lífsins borð,
eru ærið misjöfn. — En það ætti öllum að vera
ljóst, að sá arfur, sem menningarríkin hafa skapað
og lögin vernda, er næsta þýðingarlítill, — og líka
mjög umþrættur — móts við hinn náttúrlega arf,
sem heita má, að látinn hafi verið afskiftalaus að
þessu, af löggjöf og stjórn þjóðanna. — En það er
löngu kunnugt, að börnin fá að erfðum frá foreldri
sínu — þar með taldir ættmenn — það frumeðli og
hæfileika, sem þau leggja með út í lífið. — Ef það
hefur miklu að miðla — foreldrið — af andlegu og
líkamlegu atgervi, má ganga út frá því vísu, að börnin
erfi það öll, með einu eða öðru móti; þó að það sje
enn hulið — eins og svo margt annað í náttúrunni —
fyrir vísindunum, á hvern hátt það verði. — En sú
skoðun mun rótfestast enn meir, hjá þeim mönnum,
sem við þessi vísindi fást, að það, sem aðallega marki
framkomu manns og framgang í lífinu, sjeu þau eðlis-
einkenni, sem mönnum eru í blóð borin í móðurlífi.
— Hjer á undan er dæmið tekið af vel gerðu for-
eldri; en alt að einu má taka það úr andstæðri átt.
Margir menn og konur eru svo fátæklega út búin af
náttúrunnar hendi, að þau hafa engu atgervi að miðla
afkomendum sínum. Margir eru fyrir fram dæmdir til
tortímingar, áður en þeir fæðast, t. d. fábjánar og
vanskapningar lil sálar og líkama. Margir fæðast með
næman móttækileika fyrir ýmsa sjúkdóma, svo sem
taugasjúkdóma, geðveiki, hjartabilun, ýmsa siðspillingu
og jafnvel glæpi.
Um það verður ekki deilt, að forfeðrum vorum,
sem bygðu landið —, og þeirra forfeðrum, Iangt aftur
í heiðni —, var það ljóst, að mennirnir voru ærið
misjafnir og fæddust svo, og að hæfileikarnir gengu
að erfðum eða fylgdu ættum. Það er kunnugt, að
hin forna menning vor byggist á ættvísi og
ættar-metnaði. Ari fróði getur aldrei svo neins mikil-
mennis eða atgervismanns, að hann minnist ekki
»hans foreldris* um leið, og sama má segja um flesta
fornhöfunda vora. »Landnáma«, af mörgum talin vor
frægasta bók, er því nær tóm ættfræði. Um ekkert
fjalla okkar gömlu sögur meira en hvernig frjáls-
borinn maður fjekk sjer kvonfang. Fyrst og fremst
átti konan að vera »kynborin«, þ. e. af góðum ættum
og göfugum, en svo að öðru leyti, þ. e. að ýmsu at-
gervi, þurfti hún að vera góður kvenkostur. En faðir-
inn, eða forráðamaður brúðarinnar, var ekki síður
vandur að mannsefninu. Það mátti ekki vera neitt
smámenni, hvorki að ætt nje atgervi, sem gat búist
við að hreppa gott og göfugt kvonfang. — Það er
engum vafa bundið, að þessi sterki straumur, sem
gengur eins og rauður þráður gegn um alla fornöld-
ina, a. m. k. hjá hinum germanska kynflokki, hefur
eflt atgervi hans og gert hann sigursælan fram eftir
öldum.
En þessi ættgengisskoðun og ættarmetnaður fór út
í öfgar hjá ýmsum þjóðum. Þær hjeldu sig við yfir-
borðið, en gleymdu kjarnanum, svo að leiddi til úr-
kynjunar, þar sem fána hins göfuga kyns var þó
haldið hátt á lofti. — Hjer á landi verður ekki sagt,
að öfganna gætti neitt að mun. Hjer myndaðist aldrei
nein erfðbundin aðalsstjett —, þó svo liti út á Sturl-
ungaöldinni að kynni að verða. En eftir það fækkaði
þeim mönnum og ættum, er upp úr stóðu, og kyn
blönduðust meira. Svarti dauði og aðrar plágur unnu
þar mikið að.
Nú á síðustu tímum eru það nýjar skoðanir og
nýir straumar, sem þokað hafa þessum málum til
hliðar, að minsta kosti. Hin róttæka jafnaðarkenning,
eins og hún hefur löngum birst, virðist eigi hirða
neitt um eða taka til greina, og jafnvel andmæla
kenningunni um arfgengi. Menn byggja enn á kenn-
ingum hins fræga jafnaðarmanns Roussou’s, eða trúa
á þær: að mennirnir sjeu í rauninni allir jafnir, eða
þyrftu ekki annað en að hverfa til náttúrunnar aftur
til þess að verða það. En rúmlega hálfri öld síðar
reis upp maður, sem kollvarpaði þessum kenningum
um »náttúrlegan jöfnuð*. Það var Ch. Darwin. Að
vísu risu upp öflug mótmæli í fyrstu gegn þessum
skoðunum, eða kenningum Darwin’s, enda kollvarp-
aði hún rótgrónum skoðunum, og skapaði nýja heims-
skoðun eða lífsskoðun, sem hefur rutt sjer rúm fyrir
áratugum, þ. e. framþróunarkenningin (Evolution —
Darwinisme).
Hinn risavaxni menningarstraumur, sem einlægt
rís hærra og hærra með hverri kynslóð, krefst þess,