Óðinn - 01.01.1936, Blaðsíða 54

Óðinn - 01.01.1936, Blaðsíða 54
54 Ó Ð I N N Árið 1906 keypti svo danskt hlutafjelag Vatneyrina, með verslun og húsum. Hjet firmað eftir það A/S P. ]. Thorsteinsson & Co., sem í daglegu tali var kallað »Miljóna-f jelagið«, eða að eins »Miljón«. Miljónafjelagið rak síðan verslunina í nær 8 ár, eða til ársloka 195 3, og allan þann tíma gegndi Ólafur verslunarstjórastörfum hjá fjelaginu. Hafði hann því fengið ærið staðgóða reynslu í verslunarsökum, er hjer var komið — fyrst sem búðarþjónn, en síðar sem verslunarstjóri. — En í ársbyrjun 1914 tók hann verslunina sjálfur á leigu, og keypti hana og all-mikið af Vatneyrar-landi í nóvember sama ár. Síðan keypti hann það, sem á vantaði als Vatneyrar-lands, 1924. Frá þeim tfma er saga Vatneyrar óslitin framfarasaga. III. Árið 1895, hinn 9. ágúst, kvæntist Ólafur eftirlif- andi konu sinni, Auróru Gunnarsdóttur Bachmann. Var Gunnar, faðir hennar, albróðir Guðbjargar Mel- kjörsdóttur, móður Björgúlfs Ólafssonar læknis á Bessastöðum, og þeirra bræðra. Móðir frú Auróru var María Guðrún Jónsdóttir, ættuð úr Breiðafjarðareyjum. Eignuðust þau Ólafur og frú Auróra 7 börn —, tvær stúlkur (tvíbura) og fimm drengi. — Dóu stúlk- urnar í bernsku, báðar í sömu vikunni. Af drengjun- um komust 4 til fullorðinsára. Lifa 3 þeirra, þeir Gunnar Bachmann, Garðar og Friðþjófur, og veita þeir nú hinum miklu fyrirtækjum föður síns forstöðu. Bróðurdóttur Ólafs, Katrínu, tóku þau unga og ólu hana upp. Fjórði bróðirinn, sem náði fullorðins aldri, var Kristinn (fæddur 18. febr. 1897, dáinn 19. des. 1932). Var hann í flestu foreldrum sínum líkur, enda ástgoði allra, er hann þektu. Sá, er línur þessar ritar, þekti hann að eins um tveggja ára skeið, en var honum þá all-handgenginn. Ljúfari vin og betri getur vart en hann. Framkoma hans öll var slík, að menn hlutu að treysta honum og þykja vænt um hann. Hann dró menn að sjer. Hann var hreinn í lund og djarfur, og sagði jafnan það, er honum bjó í brjósti, jafnt hver sem í hlut átti. Var hann ekki síst dáður af þeim, er minna máttu sín, enda vildi hann hvers manns vandræði leysa. Hvar sem óeining eða sundurþykkja hreyfði sjer, t. d. milli verkþega og vinnuveitenda, þar var hann jafnan komínn, til að bera sátta- og friðarorð á milli. Vissi jeg hann jafnan tillögu-góðan, og ekki síst þar, sem lítilmagninn átti í hlut. Heima fyrir var hann höfðingi í háttum og lund. Og það er ætlan mín, að þeir muni fáir verið hafa, sem hann ljet synjandi frá sjer fara, enda var hann síst lattur góðverkanna heima fyrir, hjá sinni góðu konu, Jóhönnu Lárusdóttur. Kristinn var gleðimaður mikill og söngmaður góður sem faðir hans, og glæsimenni í hvívetna. Varð hann því, að vonum, harmdauði öllum, er kynni höfðu haft af honum, þegar hann svo ungur var kvaddur hjeðan. Jóhannes á Sveinseyri, faðir Ólafs, var fjór-kvæntur, en átti ekki börn með fyrri konum sínum, Guðrúnu og Sigríði. Með þriðju konunni, Kristínu Bjarnadóttur, átti hann 2 börn, Ólaf og Þórdísi. Fór Þórdís til Ameríku og lifir hún þar enn. — Með síðusfu konu sinni, Ragnheiði Kristínu Gísladóttur, átti Jóhannes 4 börn, Þórunni, Gísla, Jóhannes Kristján og Jón Kristján. Lifa tveir þeir síðast töldu og býr Jón Krist- ján á Bakka í Tálknafirði. Um heimili þeirra hjóna, Ólafs og Auróru, væri margt að segja, ef ekki brysti kunnugleik til. Var þar, að vonum, myndarbragur á öllu. Má með sanni segja, að þar styddi hönd hendi til margra góðverka, sem aldrei voru auglýst. Jeg ætla mjer ekki að fara að telja upp hjer alt það, er þau mætis-hjón hafa látið gott af sjer leiða. Jeg veit, að með því væri ekkju hins látna enginn greiði gerður. Enda væri það á einkis manns færi, því að vinstri höndin mun sjaldn- ast hafa vitað hvað hin hægri gerði. Ætla jeg þó, að hinir fátækustu meðal fólksins vestra, og einstæðing- arnir sumir hverjir, kynnu þar best frá að segja og sannast. — Er best að um það sje hljótt, og er þá vilja þeirra fullnægt. — En lán tel jeg það hverj- um einum, sem kynnist slíkum persónum sem þeim, hvoru um sig, Ólafi og frú Auróru, því betri hjörtu getur vart en þeirra. Var oft mannmargt á heimili þeirra hjóna, og þá glaðværð mikil, því Ólafur var söng- og gleðimaður hinn mesti, eins og fyr er sagt. Bæði voru þau hjón einkar skýr og skemtileg í viðræðum, en fyndni hans og gamansvörum gleymir maður ógjarna. Átti hann það og til, að láta fjúka í kviðlingum, og var ávalt einhver meinlaus gamansemi í þeim kveðskap hans. Vissi jeg til, að eitt sinn kvað hann sveita-rímu, slíka, sem þekkist sumstaðar annarstaðar. Var hún í sjálfu sjer meinlaus, en sumum hlutaðeigendum þó ekki velkomin. Nú mun hún glötuð með öllu, og sömu- leiðis gamanleikurinn, er hann »setti saman*, þá er hann var í Selárdal hjá sjera Lárusi Benediktss'yni, og tók hann bændur og búalið í Ketildölum sem fyrirmyndir leikpersóna sinna. Þótt fráleitt sje um bókmentalegt tap að ræða, við glötun þessara æsku- verka Ólafs, þætti oss, sem kunnugir vorum honum,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.