Óðinn - 01.01.1936, Page 56

Óðinn - 01.01.1936, Page 56
56 Ó Ð I N N ár annan togara, »Ara«, sem hann kallar eftir sínu fyrra skipi, »Leikni«, og hafa þeir síðan báðir gengið frá Vatneyri, — þar til nú fyrir skemstu, að »Leiknir« sökk úti á rúmsjó, en menn björguðust allir. Sömu- leiðis varð og mannbjörg, þá er gamli »Leiknir« strand- aði í vetrarbvrjun 1931. Með því að Ólafi var aldrei um að þurfa að leita til annara með það, er hann þurfti, meira en hann mátti til, sama hvort var heldur um það að ræða, sem þurfti til útgerðarinnar eða annars, en þörfin hins vegar mikil, einkum eftir að togara-útgerð hófst, fyrir margt það, er eigi var áður hægt að fá þar á staðnum, þá rjeðist hann í ýmsar endurbætur og framkvæmdir. Bryggjuna, sem hann ljet endurbæta og stækka árið 1920, jók hann enn að miklum mun árin 1933 og 1935, svo að nú er hún önnur fullkomnasta hafskipa- bryggja á Vesturlandi. Nýja vatnsleiðslu lagði hann til hafnarinnar árið 1932. Sama ár og hann keypti gamla Leikni, tók hann á leigu brauðgerðarhús það, sem til var á staðnum. En með því að það var gam- alt og úr sjer gengið, bygði hann nýtt árið 1927 og hefur starfrækt það æ síðan. Vjelsmiðja hafði verið reist á Vatneyri í tíð »Miljóna- fjelagsins«. Ljet Ólafur endurbæta hana mjög mikið 1921, svo að bæði hans eigin skip og erlendir tog- arar geta nú fengið alla nauðsynlegustu viðgerð þar á staðnum. Þá hefur hann og starfrækt íshús síðan 1914. Hefur það fullnægt ísþörf hans eigin skipa og fleiri. Árið 1922 ljet hann setja nýja frystira í það og tekur það kjöt til frystingar, en hvergi nærri fullnæg- andi fyrir bæjarbúa. Eitt af því, sem hann ljet gera útgerð sinni til efl- ingar og þæginda, var að koma upp netagerðarvinnu- stofu, þar sem net hafa síðan verið hnýtt handa tog- urum hans. Fjekk hann árið 1933 kunnáttumann úr Reykjavík til þess að standa fyrir því verki og hafa 6 stúlkur síðan haft atvinnu við netahnýtingu, alllangan kafla úr árinu. Loks hefur hann látið steypa mikið og fallegt »plan« upp frá bryggjunni. Fram til síðustu ára voru vagnar, sem menn ýttu á undan sjer eftir spori, notaðir við upp- og útskipun fiskjar og annara vara, en árið 1932 voru vagnarnir lagðir til hliðar og bílar teknir í þeirra stað. Vfirleitt hefur á Vatneyri, sem annarstaðar, færst í það horf, að innleiða vjela-afl í stað mann-afls, þar sem hægt er að koma því við. Síðasta sporið í þá átt var stigið nú á þessu ári, er vöru-krani var keyptur, sem síðan hefur verið notaður á bryggjunni við alla upp- og útskipun. Sumar hinna síðast töidu framkvæmda munu, að einhverju leyti, hafa verið gerðar að undirlagi sona Ólafs, sem all-miklu voru farnir að ráða með föður sínum hin síðustu árin, en hann var, eins og fyr er sagt, framsýnn, og fylgdist vel með kröfum nýja tímans til hins síðasta. Á sumum sviðum gerði hann meira en að fylgjast með. Hann var einnig brautryðjandi. Fyrstur allra manna hjerlendra Ijet hann setja fiskimjöls-vjelar í annað skipa sinna, togarann »Gylfa«, til þess að vinna »um borð« mjöl úr fiskúrgangi, haus- um og hryggjum, sem til þess tíma hafði ávalt verið hent. Einnig var hann fyrsti maður hjer á landi, er setti dýptarmæli í togara sinn. Var það í gamla »Leikni«. Var hann sjerlega strangur í kröfum við sjálfan sig um alt það, er miðað gat til öryggis lífi og limum verkamanna hans, jafnt á sjó og landi. Síðasta framkvæmd, í atvinnuháttum, sem gerð hefur verið á Vatneyri, og sem stórvirki má heita, er bygg- ing nýrrar og fullkominnar karfamjöls-verksmiðju, sem vinnur úr 90 — 100 tonnum hráefnis á sólarhring. Var verksmiðja sú í smíðum, er Ólafur fjeli frá. Honum auðnaðist ekki að fá að sjá afköst þess mikilvirka og mikla fyrirtækis, en þau ætla jeg að hefðu svarað einna best til stórhuga hans. — Enda þótt í mikið væri ráðist við bygging slíkrar verksmiðju, og lítil reynsla fengin í hinni nýju atvinnugrein, að veíða karfa og vinna mjöl úr honum, þá leit Ólafur björtum aug- um á þetta fyrirtæki, og vænti nýrra möguleika í sam- bandi við það, landi og lýð til nytsemdar. Þeir, sem kunnugir voru á Patreksfirði fyrir ca. 20 árum, eða um það bil, er Ólafur keypti Vatneyr- ina, sjá best, hverjar framfarir hafa orðið þar síðan. Fyrir gamla menn, sem þektu staðinn í æsku, er það ævintýri líkast að líta yfir hann nú. Svo gagnger er breytingin. Síðan verksmiðjan tók til starfa, í júnímánuði síðast liðnum, hefur skipakomum fjölgað mjög á Patreksfjörð og mannaferð aukist að mun. Margir ferðamanna ganga upp í bæinn, til þess að sjá sig um í landi, skoða verksmiðjuna o. fl. Þeir hafa víðar sjeð verk- smiðjur, og sumar þeirra með ágætum. En það er annað, sem flestir þeirra, er í land koma, taka eftir og tala um. Það er þrifnaður sá og snyrtimenska á öllum sviðum, sem við koma útgerðarstöðinni. Frá hinu smæsta til hins stærsta er slík hirða og reglu- semi á öllum hlutum, að eftirtekt vekur. Er það hvort- tveggja, að verkstjóri þeirra Vatneyringa er stjórn- samur maður og þrifinn, enda hefði engum haldist uppi með hirðuleysi og sóðaskap undir stjórn Ólafs Jóhannessonar.

x

Óðinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.