Óðinn - 01.01.1936, Side 61

Óðinn - 01.01.1936, Side 61
Ó Ð I N N 61 Meiri-Tungu-bræður og konur þeirra. Meiri-Tungubræður; þannig eru þeir venjulega nefndir í daglegu ta!i í sinni sveit, bræðurnir Þorsteinn og Bjarni Jóns- synir, bændur í Meiri-Tungu í Holtum í Rangár- vallasýslu. Enda er því svo varið um þá bræður, að naumast er hægt að minnast svo annars þeirra að hins sje ekki gefið, svo sam- ofinn hefur æfi- ferill þeirra verið, svo náið samstarf, svo líkir margir eiginleikar, t. d. glaðlyndi, gest- risni, hjálpfýsi og góð greind. Ðáðir jafn-ástríkir eigin- menn og feður, og elskulegir húsbændur. — Báðir mjög vel þektir að öllu góðu innan síns hjeraðs — Rangárvallasýslu —, og eiga enda fjölmarga vini og kunningja víðsvegar um Suðurland og í Reykjavík. Þelta, sem hjer er sagt, á jafnt við um hinar ágætu konur þeirra bræðra, sem síðar verður getið, og sem í öllum greinum standa mönnum sínum jafnfætis, en að engu á baki, enda náin frændsemi með þeim hjónum hvorum tveggja. Foreldrar þeirra bræðra voru: ]ón Bjarnason, bóndi í Meiri-Tungu (sem í þá daga hjet Moldartunga), dáinn 22. nóv. 1877, 66 ára; og kona hans, Salvör Þorsteinsdóttir, hreppstjóra á Arnkötlustöðum, Run- ólfssonar s. st., Bernharðssonar frá Ásmundarstöðum. En Salvör, kona Þorsteins Runólfssonar, var dóttir Halldórs Sigurðssonar bónda í Marteinstungu. En móðir Halldórs í Marteinstungu var Salvör dóttir sjera Bárðar Jónssonar, sem prestur var í Guttormshaga 1719—’55; má rekja þá ætt til Gísla biskups Jóns- sonar í Skálholti og fleiri mætra manna, en yfirleitt mun sú ætt hafa verið traust og góð bændaætt. Salvör Þorsteinsdótttir er dáin 29. okt. 1893. Jón, faðir þeirra Meiri-Tungu-bræðra, var sonur Bjarna frá Sandhólaferju, hins þekta og orðlagða glímu- manns. En Bjarni »sterki« var sonur Gunnars »signeta- smiðs* á Sandhólaferju (d. 1805), en Gunnar var sonur sjera Filippusar í Hálfholti (d. 1779), og var þessi ætt á seinni hluta 18. aldar og fram á þennan dag nefnd »Ferju- ætt«. Einkenni hennar eru: gáfur, fjör og hagleikur. Þeir bræður mistu ungir föð- ur sinn (dáinn 1877); var Þor- steinn þá 14 ára (f. 19. júlí 1863), en Bjarni 12 ára (f. 19. febr. 1865), alls voru börnin 4, tvær systur, Salvör og Val- dís, lítið eitt eldri en bræðurnir, dóu báðar ung- ar, önnur 18, hin 21 árs; hjer voru því erfiðar ástæður hjá móð- urinni, sem var mjög efnalítil. — Reyndi því mjög snemma á manndóm bræðranna, því hún hjelt áfram búskap með börnin, og kom það sjer vel að þau höfðu verið vanin við að vinna. Varð það þá úrræði þeirra bræðra — sem svo oft bæði fyr og síðar hefur bjargað við litlum sveitabúum, að eldri drengurinn, Þorsteinn, fór til sjóróðra suður með sjó, þá nýfermdur. Stundaði hann svo sjó upp frá því næstu 10 árin á vetrarvertíðum, lengst í Herdísarvík, en Bjarni stundaði búið heima. Reynd- ust þeir snemma duglegir verkmenn, hvort heldur var var til sjós eða lands, þó ekki væru þeir miklir menn að vallarsýn. En áhuginn, að bjarga sjer og móður sinni, var brennandi, enda jukust brátt efni þeirra, og er móðir þeirra dó (29. okt. 1893) máttu þeir heita vel efnaðir, og stóðu þá orðið framarlega í bænda röð. Á árunum 1890—1900 hófust fyrir alvöru jarða- bætur hjer sunnanlands, það er að segja túnasljettur með ofanafristu, og svo garðahleðsla og skurðgröft- ur. Á þeim árum risu og upp nokkrar húsabætur. Þá koma einnig hestvagnar (kerrur) til sögunnar. Þeir bræður voru meðal fremstu manna í öllum

x

Óðinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.