Óðinn - 01.01.1936, Page 62

Óðinn - 01.01.1936, Page 62
62 0 Ð I N N þessum umbótum. Meiri-Tungu-túnin, sem áður voru kargþýfð og gáfu um 100 hesta, urðu á skömmum tíma girt og sljettuð, og gefa nú með útfærslum og ný- græðum 5-6 hundruð hesta, því þeir bræður ljetu svo sem ekki sitja við þúfnasljettun eina, heldur hafa á síðari árum rifið sundur með jarðyrkjuvjelum marga ha. af móum, og nú má svo heita, að í Meiri-Tungu sje nú að mestu leyti heyjað á vjelunnu og ræktuðu landi, í stað þýfðra reitings-slægna áður, og fram- fleytir jörðin nú betur tveimur búum en einu áður. Einnig voru þeir bræður fyrstir manna að byggja íbúðarhús úr timbri fyrir aldamót, sem þeir hafa svo aukið og umbætt á síðustu árum. Kerrur til flutninga keypfu þeir fyrstir manna, og nú síðar flutningabíl, eftir að þeir komu til sögunnar. En jafnframt því, að bæta jörð sína og húsakynni, tóku þeir virkan þáft í ýmsum sveitar-málefnum, og verður þess getíð síðar. Eftir lát móður sinnar hjeldu þeir bræður áfram fjelagsbúi. Skiftu þeir nú þannig verkum með sjer, að Bjarni fór fil sjávar á vetrarvertíðum, lengst af í Þorlákshöfn, en Þorsteinn gætti bús. Skrapp þó til róðra að Loftsstöðum eða í Háfssand, er gæftir voru. Um þessar mundir lærði Þorsteinn orgelspil hjá Einari organista í Hafnarfirði, og spilaði hann lengi síðan í kirkjum; hefur stundum haft þrjár kirkjur í einu og spilað sinn sunnudaginn í hverri, t. d. Ar- bæjar-, Marteinstungu-, og áður fyr Háfsstaða- eða Kálfholtskirkju, en er nú hættur þessu starfi fyrir nokkru, vegna sjóndepru. Var Árbæjar-kirkja fyrsta kirkjan, sem fjekk orgel þar um slóðir (1890), og var Þorsteinn þar fyrsti organisti. Og tvímælalaust hefur hann mjög mikið stutt að auknum og bættum kirkju- söng í nágrenni sínu. Auk þess hafa margir notið óteljandi ánægjustunda á heimili hans, er hann, sá glaði og gestrisni maður, var sestur við orgelið og »tók lagið«. Svo var það að minsta kosti á meðan orgel voru fágæt á sveitaheimilum, og enda miklu lengur. 2. júlí 1899 gekk Þorsteinn að eiga frændkonu sína, Þórunni Þórðardóttur, alþingismanns Ouðmundssonar frá Hala í Ásahreppi, hina mestu ágætiskonu. En móðir Þórunnar og fyrri kona Þórðar var Valdís Ounnarsdóttir frá Sandhólaferju, en Gunnar var bróðir Jóns heitins í Meiri-Tungu; eru þau hjón því að öðrum og þriðja að frændsemi. Nokkru eftir hjónabandið lærði Þórunn ljósmóður- störf, og hefur stundað þau síðan með stakri lipurð og hepni, svo að á þeim 28 árum, sem hún hefur verið ljósmóðir, hefur engin kona dáið af barnsförum, sem Þórunn hefur verið hjá. Auk þess má segja, að Þórunn hafi verið hjúkr- unarkona í nágrenni sínu, því oft er leitað til þeirra hjóna, ef veikindi ber að höndum —, og margra augum hafa þau lokað í síðasta sinn. Og ótaldar eru læknisferðirnar, sem Þorsteinn hefur farið um æfina. Hefur þá oft komið sjer vel, að hann hefur jafnan átt góða hesta og ekki verið hestasár. Um Þorstein á vel heima þessi Ijóðlína: „Skjótur varstu, vinur, að vitja manns í neyð“. En fyrir þennan þátt einan væru þau hjón verð meiri og loflegri ummæla en hjer er rúm fyrir. Þar verða að nægja blessunaróskir þeirra, sem þau hafa hjúkrað. Þau Þorsteinn og Þórunn hafa eignast þrjú mann- vænleg börn, tvo drengi og eina stúlku, sem öll eru upp komin heima hjá foreldrum sínum. Bjarni, oddviti í Meiri-Tungu, er giftur Þórdísi Þórðardóttur frá Hala, hálfsystur Þórunnar. Er móðir hennar Kristín Gunnarsdóttir frá Sandhólaferju, síðari kona Þórðar alþm. Guðmundssonar; er hún enn á lífi hjá þeim hjónum Bjarna og Þórdísi. Hún hefur verið blind um 20 ár. Þórdís er hin besta kona, eins og hún á kyn til, greind vel og sönghneigð. Börn eiga þau 4 á lífi, tvo drengi og tvær stúlkur, og mistu auk þess tvo drengi í æsku. 011 eru börnin skýr og mannvænleg. Bjarni hefur verið oddviti Holtahrepps síðan 1911, en áður hafði Þorsteinn bróðir hans það starf á hendi. En í hreppsnefnd hafa þeir löngum verið annar eða báðir. Auk þess hefur Bjarni oft verið tilnefndur af sýslumanni Rangárvallasýslu til ýmsra mats- og sáttar- gerða, og hafa tillögur hans jafnan þótt gefast vel, því maðurinn er vel viti borinn, góðgjarn og í hví- vetna góður drengur. Vegamál sýslunnar eru honum vel kunn, því á ár- unum frá 1896 til 1930 mun varla hafa verið lagður svo sýslu- eða hreppavegur í Rangárvallasýslu, að Bjarni í Meiri-Tungu væri þar ekki við riðinn. Hann hefur sagt til, hvar veg skyldi leggja, mælt fyrir hon- um og stjórnað verki, í flestum tilfellum. — Var oft undravert, hvað honum tókst að koma áfram miklu verki fyrir litla peninga. Sýslunefndarmaður fyrir Holtahrepp hefur Bjarni verið um nokkur ár. Bjarni gekk í Flensborgarskólann í Hafnarfirði 1895—’96, og skaraði hann þar svo fram úr að náms- hæfileikum, að við burtfararpróf, vorið 1897, hlaut hann eina þá hæstu einkunn, sem gefin hafði verið við þann skóla fram að þeim tíma. Þó hafði hann stundað róðra báðar vertíðarnar í Þorlákshöfn, því að

x

Óðinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.