Óðinn - 01.01.1936, Síða 64

Óðinn - 01.01.1936, Síða 64
64 Ó Ð I N N var oft í ferðalögum austur og vestur um land. Var hann um skeið hjá dr. Grími Thomsen á Bessastöðum og í ferðum með honum. Guðmundur var kær að góðum hestum, og átti alla tíð ágæta reiðhesta. Fór kaup hans á þeim árum mest í það að fóðra þá vel á vetrum. Má segja um sonu hans, að þar hafi þeim kipt í kyn, því allir hafa þeir átt orðlagða snildarhesta. Þau hjón byrjuðu búskap sinn á hálfri Miðgrund í Blönduhlíð, árið 1872. Bústofninn var lítill, 9 ær, 1 kýr og 2 reiðhestar Guðmundar. Þar eignuðust þau tvo drengi, Vilhjálm og Valdimar, en mistu þá báða úr barnaveiki, tveggja og þriggja ára gamla. Síðar eignuðust þau eina dóttur, Herfríði að nafni, framúr- skarandi efnilegt og myndarlegt barn, en mistu hana einnig á þriðja árinu. Sáu þau mjög eftir henni og sagði Guðrún síðar frá, að hún hefði verið hrædd um að maður sinn mundi yfirbugast af harmi út af barnamissinum, Eftir það eignuðust þau þessi börn, sem öll komust til fullorðinsára: 1. Valdimar, bóndi í Vallanesi. Er hann vafalaust mesti jarðræktarmaður sýslunnar. Hefur bætt og húsað ábýlisjörð sína, svo hún er óþekkjanleg frá því, sem áður var. Einnig hefur hann gert stórfeldar umbætur á tveim öðrum jörðum, er hann á. Munu lengi í minn- um verða hinar stórfeldu umbætur hans, er hann hefur framkvæmt með afburða áhuga, starfsþoli og hyggindum. Hann hefur fengið heiðursverðlaun úr styrktarsjóði Kristjáns konungs IX. 2. Eiríkur, fyrrum bóndi í Vtra-Vallholti. Dáinn 1927. Hann var óvenju velgefinn og fjölhæfur. Fjesýslumaður meiri en alment gerist. Hann gaf eftir sig látinn 5 þúsund kr. til sveitarfjelags síns. Skyldi vöxtum þeirrar upphæð- ar varið til verðlauna ár hvert fyrir besta meðferð á búpeningi. Svo var hann vel máli farinn, að með af- brigðum þótti. Var hann mjög harmdauði öllum frænd- um sínum og vinum. 3. Vilhelmína, gift Tómasi Skúlasyni frá Vatni í Skagafirði, mesta myndar- og dugnaðarkona. 4. Jóhannes, bóndi í Vtra-Vallholti. Hann hefur nú um skeið búið einu allra stærsta fyrirmyndarbúinu í sýslunni og stjórnað því með framúrskarandi atorku og skörungsskap. Hann er einnig drengur hinn besti. Á Miðgrund bjuggu þau hjónin frostaveturinn mikla 1880—’81 og sagði Guðrún oft, að ei myndi hún verða svo gömul að hún gleymdi honum. Var þá Valdimar á 3ja árinu, en Eiríkur á fyrsta. Húsa- kynni voru mjög ljeleg, svo alt ætlaði að frjósa í hel, og er leið á veturinn, bættist svo eldsneytis og mat- arskortur ofan á annað. Frá Miðgrund fluttust þau vorið 1883 að Vtra-Vallholti og bjuggu þar síðan allan sinn búskap. Margt var erfitt fyrstu árin þar, þó út yfir tæki fellisvorið 1887. Voru þá bágar ástæður í Vallholti eins og víða annarstaðar. Sumarið áður hafði verið mjög slæmt og því litlar heybirgðir, en veturinn reyndist snjóljettur. Um vorið, rjett eftir krossmessu, á þriðjudag, gekk í skyndilega norðan- stórhríð upp úr blíðviðri. Stóð sú hríð rofalaust fram á föstudag. Var þá orðið heylaust í Vallholti, nema eitthvað til að gefa kúm. Voru þar þá 50 ær og 10 —20 gemlingar. Skar Guðmundur þá margt af fjenu, heldur en að láta það verða hungurmorða, og 12 ær átti hann með lömbum þá um vorið. Sagði Valdimar þeim, er þetta ritar, að á því ári og þeim næstu hefðu þeir krakkarnir oft verið svangir og hefði þá legið við sjálft, að faðir sinn gæfist upp á þessari baráttu og legði árar í bát, en altaf hefði móðir sín talað í hann kjark og brýnt fyrir honum að láta ekki bugast. Sagði hún æ, að ekki mættu þau gugna við, að ala upp blessuð börnin, því það myndi sannast, að það yrðu þau, sem ljettu þeim lífið og baráttuna í framtíðinni. Næstu þrjú árin mátti heita að búið væri lamað, skepnur sárfáar og ýmsir erfiðleikar. En eftir 1890 fer hagur þess hraðbatnandi, því þá fóru þeir bræður að vaxa upp og vinna fyrir búinu. Hafa þeir sagt mjer, að oft hafi móðir þeirra á þeim árum talað í þá kjark og áhuga, og brýnt fyrir þeim að vera duglegir, svo hægt yrði að sigrast á þessari fá- tækt og örðugleikum. Og ótaldar voru þær stundirnar, sem hún bað Guð þess heitt og innilega, að gefa þeim kraft og styrk til þess, því hún var hin mesta trúkona. Má með sanni segja, að þar hafj hún fengið bænheyrslu, því þeir Vallholtsbræður voru og eru orðlagðir menn, fyrir framúrskarandi atorku, dugnað og hagsýni í bú- skap sínum. Eftir aldamótin óx búið enn hröðum skref- um, var þá orðið eitt af þeim allra stærstu í sýslunni, og altaf var til þess tekið, hversu mikil drift væri þar í öllum búnaði. Jörðin bætt stórkostlega að bygg- ingum og ýmsum ræktunarframkvæmdum, enda voru þeir bræður þar á undan mörgum. Öllu þessu stóra búi stjórnaði Guðrún innanbæjar af hinni mestu prýði og skörungsskap. Var þó stund- um margt í heimili, er 10-12 manns gekk að hey- skapnum, og þó gamla konan hjeldi uppi strangri reglu og vildi láta vinna vel, hjelt hún þó jafnan vinsældum allra þeirra, er unnu hjá henni. Allir dáðust að þreki og frammistöðu þessarar frábæru konu, sem tæplega hafði meðalvöxt, en var svo hraustbygð og heilsugóð, að henni varð sjaldan misdægurt. Venjulega gekk hún snemma til hvílu, en reis árla upp að morgni dag
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94

x

Óðinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.