Óðinn - 01.01.1936, Qupperneq 69

Óðinn - 01.01.1936, Qupperneq 69
Ó Ð I N N 69 Líkblæjan. Leikur í einum þæiti, eftir Guttorm J. Guttormsson. Persónur: Gamla konan. — Unga konan. — Maðurinn. [Stofa í gömlum og nýjum stU, dyr að herbergi til vinstri handar. Framarlega til hægri eru útidyrnar. Innar á sama vegg er gluggi, annar gluggi í baksýn. Báðir gluggarnir eru nærri byrgðir af dauðum og lifandi blómum. Húsbúnaðurinn er bæði gamall og nýr. Birtan í stofunni er mikil og mjög undarleg, eins og sól skíni inn um annan gluggann, en tungl inn um hinn. Unga konan, í mjallhvítum gamaldags kjól, stendur og er að föndra við langt brúðarlín. Gamla konan, jafnhá ungu konunni, en miklu gildari, lík henni í andlitsfalli, en gráhærð, í svörtum ný- tlsku kjól, situr og er að prjóna]. Gamla konan: Er það ekki undarlegt, að hon- um skuli lítast betur á þig en mig; jeg er þó miklu yngri en þú, eins og þú veitst. Unga konan: En þú ert miklu ellilegri en jeg, eins og eðlilegt er. — Verst og örðugast viðfangs er það, að hann þolir ekki nærveru þína, ásamt minni. Gamla konan: Hann verður nú að sætta sig við það, pilturinn, að þola nærveru okkar beggja í senn; ekki förum við, þú og jeg, að skilja eða skifta okkur meðan við erum báðar lifandi. Unga konan: En hann vill ekki eiga nema mig. Gamla konan: Hann verður nú að gera sjer að góðu að eiga okkur báðar eða þá hvoruga, heillin. Unga konan: Það gerir hann aldrei. Gamla konan: Ef hann verður nógu ástfang- inn í þjer — það er alt sem þarf — svo ástfanginn, að hann megi aldrei af þjer sjá og vilji vinna til að hafa mig, til að geta notið þín. Unga konan (döpur í bragði): Hann getur aldrei elskað mig svo heitt. Gamla konan: Hann verður þá að elska mig í staðinn. Hann amast við mjer af því hann þekkir mig ekki. Hann verður að fá að vita, að jeg er sú yngri okkar tveggja og sú eiginlega, sem er til fram- búðar. Það er ekki víst, að honum finnist nóg, að þú hafir einhvern tíma verið til. ]eg er sú eiginlega, sem hann getur sameinast í veruleika — ef til þess kemur. Unga konan (æst): Þú ætlar þó ekki að fara að lokka hann frá mjer; taka ást hans frá mjer? Gamla konan: Nei. Mjer er einmitt umhugað um að hann fái að njóta okkar beggja sameiginlega, sambandið milli okkar og hans væri rjett eins og það ætti að vera, ef honum litist eins vel á mig og þig, og þætti jafn vænt um okkur báðar. U n g a k o n a n: ]á, en jeg sje engan veg til þess. Mjer fyndist eina ráðið — ef þú gætir skilið við mig og látið mig eina um hann. Gamla konan (hættir skyndilega að prjóna — horfir fyrir ofan gleraugun á ungu konuna): Hvað áttu við, manneskja? Unga konan (hikandi): Þú veitst — ef þú gerir það ekki,þá er hamingja hansog hamingja mín og líf í veði- Gamla konan: Hvað áttu svo sem við! Ætl- astu til, að jeg fari að fyrirfara sjálfri mjer til að vera úr veginum? (Hamast að prjóna). Ó, jeg held þjer veiti ekki af að eiga mig að — ekki síst ef þú ætlar nú að fara að gifta þig. ]eg hef svo miklu meiri lífs- reynslu en þú, sem eðlilegt er, af því jeg er yngri en þú. Þú ert svo miklu eldri en jeg og hefur enga verulega lífsreynslu, sem ekki er von. Nei, góða mín, jeg yfirgef þig ekki nú, þegar mest liggur við. Unga konan (einbeitt): En ef þú yfirgefur mig ekki, þá er úti um alt, nema þig. Er meira vert um þig eina en okkur tvö, sem unnumst hugástum? Gamla konan (hættir að prjóna): Hverju ertu að glósa? spyr jeg einu sinni enn. A jeg að ganga út og hengja mig? Unga konan (í hálfum hljóðum): Þú ræður, hvernig þú fer að því. Gamla konan: Að drepa mig, áttu við, vegna ykkar? Unga konan: ]á. Gamla konan (hás): Kanske þá að þú viljir drepa mig til að losast við mig. (Leggur frá sjer prjónana). Dreptu mig þá, gerðu svo vel. Unga konan: Ef það væri á mínu valdi, mundi jeg gera það. Gamla konan (lömuð): ]eg held þú sjert orðin brjáluð, manneskja. Ætli jeg þurfi ekki að líta eftir þjer! (stynur). Unga konan (með ofsa): ]eg afsegi, að þú lítir eftir mjer. ]eg krefst að þú farir, farir og komir aldrei fyrir augu mín nje elskhuga míns, hættir að elta mig eins og draugur — farir fljótt — strax — áður en hann kemur. Gamla konan (stendur upp — gleymir öllu, sem er á undan gengið — dansar af fögnuði og til- hlökkun fram fyrir spegilinn): Ó, ætlar hann að koma? Kemur hann í dag, elskan?
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94

x

Óðinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.