Óðinn - 01.01.1936, Side 70

Óðinn - 01.01.1936, Side 70
70 Ó Ð I N N U n g a k o n a n : ]á, en það er á þínu valdi, hvort hann kemur nokkurn tíma aftur. Hann kemur til að fá fullnaðarvissu sína um það, hvort við getum ekki orðið laus við þinri fjelagsskap, þína návist. Hann ætlar ekki að koma hingað fleiri ferðirnar, ef hann fær nú ekki tryggingu fyrir því, að mega eftirleiðis njóta mín einnar — í einrúmi — án þinnar afskifta- semi; þíns eltingaleiks. Honum er full alvara. Hann ætlar ekki að taka þátt í þessum skrípaleik nje vera áhorfandi lengur. Þú veitst nú hvað af því hlýtst, ef þú hættir ekki samstundis að vera skuggahliðin á minni tilveru og varna mjer ástalífs og yndis. Það er barið á útidyrnar. Gamla konan hefur lagað sig alla til fyrir framan spegilinn — fer til dyra — breiðir út faðminn á móti manninum. fiann aftrar henni hægt — bandar henni frá sjer mjög hæversklega — kemur inn — kyssir ungu konuna, er samt raunalegur og niðurdreginn. Gamla konan lætur ekki á neinu bera. M a ð u r i n n [við ungu konuna — mjög ástúðlegal: Ætlar þú að tala við mig einslega — nú í fyrsta skifti? Þau ganga til herbergisdyranna — opna — fara inn. Gamla konan fer inn í herbergið á eftir þeim og lokar dyrunum. Þau heyrast tala hátt, en engin orðaskil. Eftir nokkra stund kemur maðurinn fram fyrir, niðurlútur, á í sálarstríði — á eftir honum kemur unga konan og byrgir andlitið. — Seinast kemur gamla konan og er nú allsneypt. Maðurinn (titrar af geðshræringu): Þessu má ekki fram vinda. Slíku sambandi verðum við að slíta í tíma — slíta alla þessa bláþræði, áður en þeir eru snúnir saman og gerðir óslítandi. Við verðum að gleyma að muna hvort annað, muna að gleyma hvort öðru. Unga konan (fellur til fóta honuml: Ó, fyrir Guðs skuld yfirgefðu mig ekki. Jeg afber það ekki, að þú yfirgefir mig. — Jeg lifi það ekki af. Maðurinn: Hvað annað get jeg gert? Segðu mjer einu sinni fyrir alt: Hvað veldur því, að þú getur ekki losað þig við þessa gömlu, ljótu, leiðinlegu fylgju — þessa alt af og alstaðar óboðnu, óvelkomnu kerlingu? Gamla konan [setst — fer að prjónaj: Jeg mætti segja það, mjer til afsökunar og mínu fram- ferði, að heitmey þín er þrjátíu árum eldri en jeg og náttúríega unglegri, en þar sem jeg er nú svona miklu yngri, geri jeg kröfu til að ungir karlmenn gangi mig ekki á bí eða forsmái mig — að jeg ekki segi — láti sjer bjóða við mjer. Það er nú líklega ekki að nefna, að þeir fái ást á mjer — eða ekki lítur út fyrir það. Maðurinn: Hvað á þetta að þýða? Jeg skil ekki þetta. Hún er áreiðanlega vitlaus — gamalær. Gamla æsku geta þeir elskað, en ekki unga elli. Unga konan [enn á knjánum): Hún er jeg! unnustan þín. Maðurinn hopar aftur á bak, í áttina til útidyranna — bandar á móti gömlu konunni — opnar munninn, en kemur ekki upp orði — fer. Unga konan fellur fram og deyr. Birtan í stofunni verður snjóhvít. Gamla konan [leggur frá sjer prjónana — stendur upp — gengur út á gólf): Já, talið þið um varanlega ást, ef þið viljið, eilífa ást, hjónaást, ykkur er það ekki of gott [hlær kuldahlátur — vefur lík æsku sinnar inn í brúðarlínið og fer með það inn í herbergið). TJALDIÐ Sjera Friðrik Friðriksson: Starfsárin II. Frh. Ferðin til Ameríku. Á Iaugardaginn 15. nóv. fór jeg svo af stað í mína lengstu ferð. Það þótti mjer verst, hve afar-mállaus jeg var í ensku. Jeg hafði að vísu lesið ensku í þrjú ár í skóla, en haft hana út undan, og frá þvi um 1889 og fram að þessum tíma hafði jeg lítið Iesið, og enn minna tækifæri haft til þess að tala hana. Jeg tók með mjer enskunámsbók Geirs T. Zoega, og las hana á leiðinni. Vjer fengum hina verstu storma í hafi. Við vorum tveir farþegar, Gísli Guðmundsson gerlafræðingur og jeg. Við dvöldum miðskips, hjá skipstjóranum, Jóni Jónassyni, og þrengdi hann mjög að sjálfum sjer, til þess að okkur mætti líða sem best. Hann var skemtilegur og einkar háttprúður maður, og fjekk jeg á honum enn meiri mætur með hverjum degi. Allir skipverjar urðu góðir vinir mínir, þeir, sem ekki voru það áður. — Vjer fengum storm mikinn og stórsjó í Atlantshafinu og dáðist jeg að, hve vel skipið klauf hinar háu öldur; það var næstum því eins og það nenti ekki upp á hæstu bylgjuhryggina og smýgi svo í gegn um þær, meðan löðrið nær huldi alt skipið. Jeg var oft uppi í stjórnarturninum og

x

Óðinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.