Óðinn - 01.01.1936, Side 72

Óðinn - 01.01.1936, Side 72
72 Ó Ð I N N klukkuslund í gegn um ótal götur. Jeg hjelt, að hann væri að fara lengri leið en hann þyrfti, til að fá meiri borgun, en loksins var numið staðar við hús eitt, sem ekki var mjög stórt. Þar voru dyr opnar og ljós á ganginum. Kom þar út gildvaxinn og all-búralegur aldraður maður, snöggklæddur, og með axlabönd utan yfir luralegri peysu. Hann tók á móti mjer. Jeg borg- aði ökumanni og bað hann að koma kl. 9 um morg- uninn og aka mjer niður að tollbúðinni. Mjer var dá- lítil fróun í því, að lögregluþjónn gekk fram hjá í þessu, og til þess að vekja athygli á mjer endurtók jeg hátt: »Komdu aftur kl. 9 í fyrramálið*. Svo fór jeg inn með þeim axlabandaða, inn langan gang og upp brakandi stiga, inn í herbergi, sem hann vísaði mjer á. I herberginu voru ekki önnur húsgögn en feikna stórt rúm, einn trjestóll og hátt púlt með hall- loki. Þar á stóð kertastika með þumlungs háu kerti, sem hann kveikti á, og var ekki annað ljóstæki í herberginu. Jeg heyrði mann hrjóta mikið í næsta herbergi, því að eins þunt þil var á milli. Jeg ætlaði mjer að aflæsa herbergi mínu, en þar var ekki önnur læsing en »klinka«. Mjer fanst þetta vera fullmikil »temperance«. Jeg háttaði skjótt og slökti Ijósið, því kertið var nær brunnið út; svo fól jeg mig Guði og sofnaði vært um kl. 3. Kl. 7 V2 fór jeg á fætur og gekk ofan stigann, og hitti þar sama manninn, eins búinn og áður. Hann bauð mjer svo inn í stofu og kveikti á gasljósi. Svo fjekk jeg ágætt te, og egg með steiktu fleski. Gistingin og morgunverðurinn var afar-ódýrt. Gamli maðurinn var skrafhreyfinn og hinn alþýðlegasti. Kl. 9 kom ökumaður minn og ók mjer niður á tollbúð, og fór með dót mitt á afgreiðslu skipsins. Jeg fór með vindlapakkann og fjekk mína 9 shillinga útborgaða, en pakkann settu þeir upp á hillu og báðu mig að sækja hann um leið og út á skip væri farið, en það væri kl. 2, er skipsganga byrjaði. Jeg fór svo út í bæ að skoða mig um. Svo á tilsettum tíma kom jeg aftur, og var þá sendur toll- maður með mjer að bera pakkann, og átti hann að biðja einhvern af brytunum að afhenda mjer hann, er skipið væri komið úr landhelgi. — Mjer þótti vænt um að fá kunnugan leiðsögumann til fylgdar og leið- beiningar. Hann vísaði mjer líka vel til vegar fram á skipið, þar sem jeg átti að vera. Jeg ætlaði að gefa honum 2 sh. í ómakslaun, en hann neitaði og kvaðst vera embættismaður stjórnarinnar, og mætti ekki taka á móti neinu. Jeg var nú kominn fram á stærsta skipið, sem jeg hafði sjeð, og er jeg stóð þar á þilfarinu, vissi jeg ekki fyrri til en að mjer óð hár og glæsilegur maður, og Iyfti upp hatti mínum og sperti upp á mjer augna- lokin, og kinkaði svo kolli og sagði: »A11 right!«, og fór svo. Jeg skildi að þetta væri læknir, sem væri að gæta að, hvort farþegar hefðu ekki augnasjúkdóm. Nú hafði jeg mist sjónar á tollmanninum, og hugs- aði að erfitt gæti orðið fyrir mig að leita uppi þann bryta, sem geymdi vindlana. Nú voru allir farþegarnir látnir ganga í röð í gegn um þröngt hlið, og um leið og komið var úr þrengslunum, voru manni fengnir tveir seðlar með númerum á; annar táknaði sæti við borðið og hinn klefa og rúm. — Nú fór jeg að litast um á þilfarinu og fanst mikið til um stærð skipsins og það, sem jeg sá þar. Kl. um 3 kom jeg auga á tollþjóninn. Hann kom beint til mín og sagði, að sjer hefði dottið í hug að skreppa fram á skip, til þess að leiðbeina mjer, hvar jeg ætti að finna vindlana. Hann fór með mig í gegn um ótal ganga, þar til við fundum brytann. Tollþjónninn sagði honum, að hjer væri sá, er ætti pakkann, og mætti jeg fá hann, er komið væri út úr landhelgi. — Svo urðum við sam- ferða upp á þilfar. Jeg var mjög hrærður yfir greiða- semi hins unga manns, og þakkaði hið besta, sem jeg kunni. Svo segir hann: »Nú er jeg ekki þessa sfundina í þjónustu stjórnarinnar, þetta er frítími rninn*. Fyrst skildi jeg ekki, hvað hann ætli við, en svo rann upp fyrir mjer sem ljós, að nú gæti hann að ósekju þegið ómakslaunin. Jeg fók svo 2 shillinga upp úr vasa mínum og varð hann glaður við. Svo skildum við með bestu virktum. Jeg hló að þessu í huga mínum, en seinna sá jeg að þetta var alveg rjett. Nú var hann ekki sendur af neinum, og þetta var frítími hans. Kl. 4 var lagt af stað; skipið hjet »Megantic« og var eitt af skipum White Star-línunnar. Jeg fjekk seinna að vita, að það var 550 fet á lengd og 69 fet breiðast. Jeg gerði mjer ljósa stærð skipsins með því, að raða eftir þilfarinu 5 Mentaskólum (100 fet á lengd hver), eins og Mentaskólinn í Reykjavík, og gat þó verið meira en 10 feta sund á milli skólanna. Samt fanst mjer skipið ekki stórt, er það sigldi fram hjá »01ympic«, stærsta skipi línunnar. — Annað far- rými var hjer um bil í miðju skipi, rjett fyrir aftan fyrsta farrými. Það hafði 5 þilför, eins og loft í fimm- lyftum húsum. Alt á þessu öðru farrými var svo »fínt og flott«, að jeg hafði enga prýði sjeð slíka á fyrsta farrými dönsku skipanna, er fóru á milli íslands og Danmerkur. Jeg þóttist sjá, að jeg yrði talsvert ein- mana, hálf-mállaus, því að mjer fanst, að aldrei mundi jeg hafa hugdirfð til að ávarpa nokkurn að fyrra bragði á minni bjöguðu ensku. Þegar verið var að úthluta klefunum og borðsæt-

x

Óðinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.