Óðinn - 01.01.1936, Side 74
74
Ó Ð I N N
honum og fjekk að vita, að hann lægi fyrir. Jeg sendi
honum Kipling’s »Junglebook* til að lesa. — Á þriðja
degi fann jeg piltinn uppi á þilfari, sat hann þar í stól.
Svo varð hann að fara út að borðstokknum, og gekk
jeg þá til hans og studdi hann; varð hann mjög þakk-
látur og bað mig að fylgja sjer niður í klefa sinn.
Það urðu okkar fyrstu kynni. Hann hjet Watson,
Jack að fornafni, að mig minnir, og var malarason
frá New-Castle. — Næsta dag var hann orðinn hress
og upp frá því vorum við mikið saman. Jeg ljet hann
lesa fyrir mig úr Kipling, og á kvöldin lásum við
saman í enska Nýja-testamentinu. Hann varð mjer
til mikillar gleði á ferðinni. Jeg kyntist líka frænda
hans og síðan nokkrum fleirum. Jeg hitti þar einn
svipaðan einstæðing og jeg var, af sömu orsökum.
Hann var frá Belgíu, og talaii ensku enn minna en
jeg. Við töluðum graut úr frönsku og var það honum
fróun. —
Laugardagskvöldið 29. nóvember sigldum vjer
inn á höfnina í Halifax, og var þá framreiddur
viðhafnarmesti miðdegisverðurinn, skilnaðar-miðdagur;
hjá hverjum manni var lagður skrautprentaður rjetta-
seðill, með mynd af skipinu, og var það minningar-
spjald. Landganga áfti að byrja kl. 7 um kvöldið, en
svo kom auglýsing upp á auglýsinga-töfluna, að yfir-
völdin í landi vildu ekki taka á móti oss fyr en kl. 7
næsta morgun, og yrðum vjer að gista í skipinu um
nóttina. Mjer þótti það goft. Það var og auglýst, að
kl. 6 næsta morgun gætu þeir, sem vildu, fengið árbít
í borðsalnum. — Maturinn á leiðinni allri var inni-
falinn í farseðlinum, svo að enga reikninga þurfti að
greiða. Farþegarnir höfðu frjáls samskot og gáfu
sameiginlegt »þjórfje« þjónustufólkinu og hljómsveit-
inni. — Við árbítinn, sem bæði var mikill og góður,
var á hverjum diski skrautprentað kort, með mynd
af skipinu, og á bakhliðinni skýrsla um veður og gang
skipsins á hverjum degi, hve margar sjómílur það hefði
farið á hverjum sólarhring, og á hvaða breiddar- og
lengdarstigi það hefði verið á hverju hádegi alla
ferðina.
Svo var þessari sjóferð lokið og landganga hófst.
Farþegar urðu nú að ganga gegn um mikinn hreins-
unareld af nákvæmri skoðunargerð. Það var toll-
skoðun, heilbrigðisskoðun o. s. frv. Þetta tók svo
langan tíma, að ekki komst nema rúmur helmingur
farþega með morgunlestinni kl. 8, og urðu hinir að
dvelja allan daginn í Halifax, þar eð engin lest önnur
fór vestur í land þann dag. Mjer þótti slæmt, að,
Watson, ungi vinurinn minn, hvarf mjer í þrönginni,
og gat jeg því ekki kvatt hann.
Frá Halifax til Winnipeg.
Nú hafði jeg þá stigið fótum mínum í nýja heims-
álfu. Þótti mjer það góðs viti, að jeg byrjaði nýtt
kirkjuár um leið og jeg kom til Ameríku, því þessi
fyrsti dagur minn þar var fyrsti sunnudagur í Adventu,
þann 30. nóv. — En fyrst varð jeg nú að koma mjer
fyrir einhvers staðar. Jeg bar farangur minn og var
hann talsvert þungur, og varð jeg því fegnastur, er
jeg rjett við höfnina kom auga á hótel, og fór þar
inn og fjekk mjer herbergi. Jeg sá þegar í stað, að
þetta mundi ekki vera sjerlega fínt hótel, en hvað
gjörði það? Herbergið var þokkalegt og mjög ódýrt.
Þegar jeg var búinn að koma mjer fyrir, var klukkan
að verða 9. Jeg fór svo út að leita mjer að kirkju.
Halifax er allstór bær, mjer var sagt þá með nál. 50
þúsundum. Hann liggur fyrir botni fjarðarins og upp
hlíðina öðrumegin. Göturnar ganga þar í hlíðinni
jafnhliða sjónum, og brattir þverstigir milli aðalgatn-
anna. Uppi á einni aðalgötunni hitti jeg stóra og
tignarlega kirkju. Jeg sá, að fjöldi barna var að
streyma þar inn. Jeg fór þar inn og var mjer vísað
upp á svalirnar. Jeg taldi um 300 drengja, er sátu
öðru megin niðri, en jeg gat ekki sjeð nálægt því
alla bekkina. Hinumegin voru smástúlkur, og virtist
vera líkt um tölu þeirra og drengjanna. Barnaguð-
þjónustan byrjaði; jeg fann strax að þetta var kathólsk
k'irkja. Börnin sungu með miklu fjöri, og minti söng-
urinn mig á V-D heima. Messan varaði í hálftíma.
Mjer fanst það gott teikn, að Ameríka tók á móti
mjer með barnasöng. — Svo fór jeg að ganga og
rjett fyrir kl. IOV2 rakst jeg á aðra kirkju. Auglýs-
ingar voru úti fyrir um messuna, að hún byrjaði
kl. IOV2 og að presturinn ætlaði að tala um »hina
stærstu spurningu veraldarinnar*. — Jeg gekk þar
inn. Djákni mætti mjer í innri dyrunum og leiddi mig
til sætis á góðum stað. Þetta var Ðaptista-kirkja.
Jeg tók eftir, að á öllum bekkjunum voru »stoppaðar«
dýnur, og í hólfi við hvert sæti var sálmabók og
biblía. — Þar var fagurt forspil Ieikið á hljómfallegt
orgel. Svo byrjaði fyrsti sálmurinn. Jeg komst við
undir honum, mjer fanst hann vera valinn og hljóða
upp á mig. Hann byrjaði svona:
»Go, labour on! spend and be spent«, og hvert
vers byrjaði með sömu fyrstu þremur orðunum. —
Jeg hafði oft verið kvíðafullur út af þessari ferð, jeg
kom miklu seinna en til var tekið, og hafði ekkert
látið vita um komu mína. Oft hafði flogið í huga
minn: En ef þeir vilja nú ekki taka á móti mjer,
hvað þá? — Sálmurinn setti hugrekki í mig. »Jeg er
í þjónustu Guðs, hann sjer þá fyrir mjer«. Presturinn,