Óðinn - 01.01.1936, Qupperneq 75

Óðinn - 01.01.1936, Qupperneq 75
Ó Ð I N N 75 ungur maður, hjelt prjedikun út frá spurningunni: Hvað virðist yður um Krist? Hvers son er hann? — Það var stærsta spurning veraldarinnar. Hann prjedikaði skörulega og talaði svo ljóst og greinilega, að jeg skildi nær hvert orð og var hróðugur yfir ensku- kunnáttu minni. (Jng stúlka sat við hlið mjer í kirkju- stólnum. Hún hefur sjeð, að jeg var ókunnugur. Hún heilsaði mjer eftir messu og spurði mig, hver jeg væri og hvaðan. Jeg sagði henni það. Hún var mjög hrifin af því, að prestur frá Islandi hefði komið í kirkju þeirra, og fór og kynti mig prestinum, Rev. Merritt Gregg, og djáknanum, föður sínum, Mr. Smith. Þeir voru mjög vingjarnlegir og frjettu mig um ferðir mínar. Jeg spurði, hvort jeg mætti hripa upp fyrsta sálminn í vasabók mína. Þeir kváðu þess ei þörf og báðu mig að taka bókina með mjer, og skrifuðu nöfn sín á hana. Jeg tók eftir, að á auglýsingu við kirkju- dyrnar stóð, að sami presturinn mundi prjedika um kvöldið kl. 7 á sama stað, og tala um efnið: »One won by one<: »Einn unninn af einurn*. Jeg einsetti mjer að heyra það. — Jeg sá á leiðinni heim á hótel mitt stórar auglýsingar á götuvögnum og annars- staðar, að frægur prestur frá Winnipeg ætti að tala í kirkju einni kl. 4 síðdegis, og aðgangur væri aðeins fyrir karlmenn. — Eftir að jeg hafði borðað, fór jeg út að skoða mig um, og gekk fram hjá stóru og fínu hóteli. Alt í einu heyrði jeg barið í glugga, og leit þangað ósjálfrátt, án þess að mjer dytti í hug, að það gæti verið til mín. Mjer til mikillar gleði sá jeg andlit Watson’s, vinar míns unga. Hann kom svo hlaupandi út á götu til mín og urðu þar fagnaðar- fundir. Hvor um sig höfðum við haldið, að hinn hefði farið með morgunlestinni. Nú vorum við lengi á göngu og fórum svo í kirkju kl. 4, að hlusta á Winnipeg- manninn. Hann talaði hátt og með ákafa, en sá galli var á, að jeg skildi varla heila setningu, og fór þá að dvína ánægjan yfir ensku-skilningi mínum. — Kl. 7 fór jeg aftur í Baptista-kirkjuna einn, því Watson ætlaði eitthvað með frænda sínum. Jeg var leiddur í sama sætið og áður, við hlið sömu ungu stúlkunnar og um morguninn. Ræðan var ágæt og jeg skildi hana vel. Það voru margar auglýsingar um starf kom- andi viku í söfnuðinum, svo í endalok auglýsinganna sagði presturinn frá því, að óvanalegur gestur væri í kirkjunni, prestur frá Islandi, og væri að fara vestur í Canada og Bandaríkin, að starfa meðal hins íslenska æskulýðs þar, og hvatti söfnuðinn að biðja fyrir mjer og starfi mínu, og sjálfur bað hann hjartnæma bæn fyrir mjer í kirkjubæninni. Að guðsþjónustunni Iok- inni átti að vera samkoma niðri í fundasal kirkjunnar í kjallaranum. Mjer var boðið þangað. Presturinn setti mig við hlið sjer á upphækkaðan pall. Þetta var eins konar vitnisburðar-samkoma. — Unga stúlkan, dóttir djáknans, ljek á harmonium. Fyrst var sungið: »Ó, þá náð að eiga Jesúrn*, og svo sagði presturinn: »Nú talar rev. Friðriksson frá íslandi*. — Jeg stóð upp, og alt í einu varð mjer Ijóst, að jeg átti að tala á ensku, og svitnaði niður í tær. Jeg bað Guð í hljóði og byrjaði síðan. Það var hlustað með djúpri athygli. Mjer fanst orðin, sem jeg þurfti að nota, koma til mín, og þurfti ekki að leita eftir þeim. Jeg man ekkert um hvað jeg talaði, það hefur víst verið um það gamla og nýja fagnaðarerindi. Jeg sá nokkrar konur með tárfylt augu, og datt í hug, að það væri af sársauka að heyra enskuna svona útleikna. Jeg held, að jeg hafi talað í 10 mínútur eða svo. A eftir mjer töluðu ýmsir, það voru stuttir vitnisburðir. Svo var beðið og sungið. Á eftir auglýsti presturinn ýmsar samkomur; jeg hlust- aði ekki á þær. Svo fór presturinn fram að dyrum að kveðja fólkið, en margir þyrptust í kring um mig að þakka mjer fyrir; jeg spurði, hvort þeir hefðu skilið mig, og kváðust þeir hafa skilið ágætlega. Einn 16 ára piltur, sonur djáknans, bauðst til að sýna mjer K. F. U. M.-húsið á eftir. Loks voru flestir farnir, og þá kom presturinn inn og djákninn með honum. Presturinn þakkaði mjer hjartanlega fyrir komuna, og sagði, að söfnuðurinn hefði beðið hann að þakka mjer fyrir þá uppbyggingu, sem jeg hefði fært þeim, og beðið sig að afhenda mjer þessa litlu gjöf, sem vott um þakklæti hans, og hafði gjöfin verið lögð fram við dyrnar. Það voru 9 dollarar og 67 cent, til starfs míns. Jeg var sem himinfallinn, en mjer fanst alt í einu jeg sjá föðurauglit Guðs brosa til mín, eins og hann vildi segja: »HeIdurðu að þú þurfir að vera hræddur; jeg er með þjer og hef gefið þjer þetta teikn. I morgun í framandi heimsálfu, í borg, þar sem þú þektir engan, og nú heill söfnuður af vinum, sem hafa beðið fyrir þjer og gefið þjer kærleiksgjöf*. Go, labour on! — Jeg sagði prestinum, hvernig jeg skildi þetta sem orð frá Guði, og þakkaði eins og jeg gat. Svo skildum við með blíðu. — Pilturinn fór með mig til K. F. U. M. og sýndi mjer hið stóra hús fjelagsins; en jeg komst þar ekki í kynni við neinn, það var svo seint um kvöldið; svo fylgdi pilturinn mjer á hótelið til gistingar, Jeg gleymi aldrei þessu kvöldi í Halifax. — Næsta morgun, 1. des, fór jeg af stað með eim- lestinni kl. 8. Nú hafði jeg að eins þriðja farrými að skemta mjer við. Það voru að eins harðir trjebekkir, og var hverjum vagni skift niður í bása, með 4 sæt-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94

x

Óðinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.