Óðinn - 01.01.1936, Side 83

Óðinn - 01.01.1936, Side 83
0 Ð I N N 83 12,000 manns í sæti, en nú var fjórðungur hringsins aftjaldaður með þvertjaldi; en fyrir framan tjaldið var feikna-mikill pallur, og á honum voru sæti fyrir 300 manns. Þar sátu gestir fundarins. Pallurinn var mann- hæðar hár og gekk fram í stórum boga. E:n í kring um pallinn voru borð, og við þau sátu margir blaða- menn frá ýmsum blöðum víðsvegar í Ameríku. Fremst á pallinum var borð og stóll bak við; það var forseta- stóllinn, og við borðið áttu þeir að standa, sem ræður hjeldu. — A leiksviðinu niðri á gólfinu voru raðir af stólum. — ]eg komst að því seinna, að hvert ríki hafði sinn ákveðna stað, og fulltrúar háskólanna í hverju ríki höfðu þar sæti sín. Aðgöngumiðarnir voru af ýmsum litum og hverjar inngöngudyr höfðu sinn lit, til þess að þeir, sem gengu inn um rjettar dyr, ættu sem skemst í sæti sín. Ollu var raðað niður með hinni mestu snild, og voru 200 ungir stúdentar leiðbeinendur til sæta. Klukkan 2 voru allir komnir í sæti, og fimm mínútum eftir tvö var öllum dyrum hússins lokað, og komust þá ekki fundarmenn inn, ef þeir urðu þetta of seinir. Fundarmenn voru 5031, það voru fulltrúar frá háskólunum (Universities) og æðri mentaskólum (Colleges) í Bandaríkjunum og Canada, og þar að auki um 300 gestir fundarins. Fjelag það, sem stóð fyrir þessum fundi, heitir: «Student Volunteer Movement for Foreign Mission*. (Kristiboðshreyfing sjálfboðaliðs stúdenta). Þetta fje- lag heldur slíka stórfundi fjórða hvert ár. — Turner hafði kosið mjer sæti fremst á pallinum, þannig, að jeg var mjög nálægt ræðumönnunum og gat sjeð framan í þá, meðan þeir töluðu. Það var mjög mikill kostur fyrir mig. Jeg hafði ekki haft hugmynd um það á leiðinni, að ferðafjelagi minn, Fennel P. Turner, var yfir-framkvæmdastjóri þessa stóra fjelags, og hafði staðið fyrir öllum undirbúningi fundarins. — ]eg var Guði mjög þakklátur, sem hafði stjórnað þessu svo, að jeg hafði rekist einmitt á þennan ágætismann. — Forseti fundanna var hinn heimsþekti stúdentaforingi ]ohn R. Mott, og hef jeg minst á hann áður í sam- bandi við alþjóðaþing K. F. U. M. í Oslo 1902. — Hann mundi eftir mjer og heilsaði mjer með nafni. Þarna á fundinum voru margir nafnkunnir menn, og foringjar í ýmsum kirkjudeildum, og kyntist jeg ýmsum þeirra, sem bjuggu á sama hóteli og jeg. ]eg hafði og lesið um ýmsa af þeim, eða bækur eftir þá. — Voru þetta mjög dýrlegir dagar. — ]ohn R. Mott opnaði þingið með mikilli ræðu. Hann er stórkostlegur mælskumaður. Röddin er mikil og þægi- leg. Ræðumanns tilburðir fáir og blátt áfram, en bak við hið skrúðlausa mál er sem falinn innri eldur brennandi áhuga, sem hefur í sjer mikinn sannfær- ingarkraft. — Um kvöldið kl. 8 töluðu tvair ágætir menn, og var annar þeirra Robert Speer, sem lengi hafði verið einn af aðalmönnum K. F. U. M.-hreyfing- arinnar í New-York. Hann hafði fyrir nokkrum árum skrifað bók um líf eins af glæsilegusfu forvígismönn- um stúdenta-hreyfingarinnar, Hugh Mc Allisher Beaver, sem dó í fullum æskublóma sínum, svo hreinn og fagur, svo heilhuga lærisveinn ]esú Krisfs, að ljóma bar af starfi hans um alla háskóla Ameríku. — Jeg hafði oft lesið þá bók, mjer til mikillar gleði, og þótti mjer vænt um að kynnast höfundi hennar persónulega. Það, sem hreif mig mest, var samt söngurinn; það var sungið einraddað, en með svo miklu fjöri og krafti, að mjer fanst það líkjast »gný margra vatna«. ]eg þóttist aldrei hafa heyrt slíkan söng áður. — Eftir kvöldmótið fór jeg heim á hótelið, og var þar á eftir einn í herbergi mínu. Áramótin voru að nálg- ast og jeg var í anda með vinum mínum heima, sem um miðnættið halda bænastund. ]eg var svo hrifinn af því, að hugsa um handleiðslu Guðs á mjer, sem hafði gefið mjer á þessum áramótum leyfi til þess að vera í slíkum æskuskara, sem kominn var saman til þess að útbreiða Guðs ríki á jörð. — Þegar klukkuna vantaði 5 mínútur í tólf á miðnætti, tóku allar klukkur borgarinnar að duna. Það var stór- kostleg hringing, því það eru um 300 kirkjur í bæn- um. — Svo tóku skipin til að blása, og allar verk- smiðjur, og varð af því gnýr svo mikill, að jeg hafði aldrei slíkan heyrt. — Þannig gekk árið 1914 í garð fyrir mig. Á nýársdag voru þrjár samkomur. Um morguninn kl. 9 — 12, síðdegis kl. 2—4, og kl. 8 — 10 um kvöldið. Á milli samkomanna var mikið líf í hinum stóra for- sal hótelsins; þar var tækifæri til að kynnast ýmsum af beiðursgestum fundarins. Þar kyntist jeg náfrænda Hugh Beavers og sagði hann mjer margt um frænda sinn, og varð ákaflega glaður yfir því, að nafn hans var kunnugt í K.F.U.M. á íslandi; þarna kyntist jeg einnig George Drach, forseta Evangelisku general-synod- unnar í Bandaríkjunum; hann var mjer sjerstaklega góður. Hann sagði mjer, að síðdegis næsta dag ættu að vera samkomur í hinum ýmsu kirkjum borgar- innar, þar sem hinar ýmsu kirkjudeildir ættu að hafa sjerfundi. Lútherskir fundarmenn ættu að koma saman í »The first Lutheran church*, og yrðu þar haldnar stuttar ræður um hinar ýmsu greinar lúthersku kirkj- unnar, og lagði að mjer að tala um íslensku kirkj- una og K. F. U. M., og sagði, að það ætti að eins að taka 15 mín. Eftir nokkrar vífilengjur lofaði jeg þessu.

x

Óðinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.