Óðinn - 01.01.1936, Side 84

Óðinn - 01.01.1936, Side 84
84 O Ð I N N Á kvöldfundinum (nýársdagskvöld) átti Sheerwood Eddy að halda aðal-ræðuna. Jeg var ákaflega forvit- inn að sjá þann mann og heyra, því að jeg hafði árið áður lesið um ferðir hans í Kína og Indlandi, þar sem hann hafði talað fyrir þúsundum af heiðnum stúdentum við ýmsa háskóla í þeim löndum, og haft mjög blessunarrík áhrif. ]eg hafði fylgst með þessu ferðalagi hans og sagt frá honum á fundum í K. F. U. M, og einu sinni eða tvisvar höfðum vjer í bibllu- lestri beðið fyrir honum. — ]eg hafði lesið um hina hrífandi mælsku hans; að hann hefði haldið fundi fyrir alt að 10,000 stúdentum, sem hlustuðu á hann í dauðaþögn með mestu athygli. Nú átti jeg að fá að sjá hann og hlusta á hann, og þótti mjer það stór atburður í Iífi mínu. — Jeg varð því allur að augum og eyrum, þegar forsetinn, John R. Mott, hafði kunn- gert, að nú ætti Sheerwood Eddy að taka til máls. En fram að borðinu kom heldur lítill maður, og byrjaði að tala. Jeg hafði hugsað mjer hann færa mikla persónu, en þessi maður hóf mál sitt mjög hægt og látlaust. Jeg varð ergilegur við sjálfan mig, að eyrun hefðu blekt mig, því að þetta gæti ekki verið Sheerwood Eddy, hinn frægi mælskumaður, en eftir svo sem 6—7 mínútur hafði hann náð svo miklum andlegum tökum, að jeg fann, að allir sátu eins og agndofa og hlustuðu hugfangnir. Eftir 10 mín. varð jeg viss um, að þetta gæti enginn verið annar en Sheerwood Eddy sjálfur. — Þetta varð ákaflega stór stund. — Þegar kvöldsamkoman var úti, og jeg var að tala við einhverja á pallinum, kemur alt í einu upp á pallinn ungur stúdent, gengur rakleift til mín og segir á ensku: »Eruð þjer ekki Friðrik Friðriksson frá íslandi?c Jeg fátaði því. Þá sagði hann á dönsku: »Þetta sýndist mjer; mjer fanst jeg þekkja yður!« Jeg horfði á hann. Hann hjelt áfram: »Já, þjer þekkið mig auðvitað ekki, en við vorum saman eitt kvöld í K. F. U. M. í Álaborg haustið 1901«. — »Þá ert þú ef til vill Anton Andersen?* sagði jeg. — »Já«, sagði hann, og roðnaði af gleði yfir því, að jeg mundi nafn hans. — Hafði hann verið einn af þeim, sem jeg kyntist í Álaborg, kvöldið, sem sagt er frá í fyrra bindi »Starfsáranna« (bls. 185). Árið eftir (1902), þegar jeg kom til Álaborgar aftur, fjekk jeg að vita, að Anton Andersen væri farinn, ásamt foreldrum sín- um, til Ameríku, og síðan hafði jeg ekkert um hann heyrt. — Það var ekki lítill fögnuður í mjer, að hitta hann aftur, og að finna að eldurinn, sem það minnis- stæða kvöld hafði biossað upp í sálu hins unga drengs, hafði haldist við, og að hann ætlaði að vígja líf sitt Guði sem kristniboði. Hann var ákveðinn í því, að fara til Sudan, og var nú að ljúka við læknisfræði- nám. — Þarna á fundinum var heitmey hans, sem einnig var dönsk, og stundaði læknis- og hjúkrunar- fræði. — Jeg var mikið með þeim á milli funda þessa dagana. — Þegar jeg var kominn heim til mín, settist jeg við að semja það, sem jeg ætlaði að flytja næsta dag. Jeg vann að því með kappi til kl. 5 um morguninn, og hafði æft mig sem best að flytja það þannig, að flutningur þess tæki nákvæmlega 15 mín. Næsta dag, 2. janúar, hugsaði jeg mikið heim, því að þá var afmælisdagur K. F. U. M. — Á tilsettum tíma kom jeg í »Fyrstu lúthersku kirkjuna*. Var hún troðfull af fólki. í byrjun var það auglýst, að enginn mætti tala lengur en 10 mínútur, og þófti mjer það leitt, því að mjer var ómögulegt að stytta ræðuna, eða jeg treysti mjer ekki til þess málsins vegna. Þess var og stranglega gætt, að enginn talaði lengur en í 10 mín. Fundarstjóri gaf aðvörunarmerki þegar eftir var 1 mín., og svo aftur að tímanum loknum; og varð þá ræðumaður að þagna, þótt hann væri í miðri setningu. Svo kom röðin að mjer, og talaði jeg heldur hraðara en jeg hafði ætlað mjer. Samt átti jeg dálítið eftir, þegar seinna merkið var gefið, en jeg hneigði mig og ætlaði að fara niður af pallinum, en þá kölluðu margar raddir neðan úr kirkjunni og báðu um að jeg mætti halda áfram; var þá bætt við mig 2 mínútum, og lauk jeg þá við það, sem eftir var. Jeg var satt að segja mjög glaður með sjálfum mjer yfir þessu; mjer fanst jeg aldrei hafa orðið fyrir meiri sæmd. Eftir fundinn kom til mín sænskur prestur þar í borginni og bauð mjer á kvöldsamkomu í sænsku kirkjunni þar í borginni, og með því að það kvöld var enginn fundur í samkomuhúsinu, þáði jeg boðið. Þar voru saman komnir um 80 stúdentar af sænsk- um ættum, sem voru á stóra fundinum sem fulltrúar. Samkoman var haldin í kjallarasal kirkjunnar, og var mjög skemtileg. Söfnuðurinn sænski stóð fyrir boð- inu og var drukkið kaffi og haldnar margar ræður. Jeg var beðinn að tala, og fanst mjer það auðvelt, að mega tala »skandinavisku« (dönsku með norsk- sænskum hreim). Næsta kvöld þar á eftir, kl. 8, hjelt forsætisráðherra Bandaríkjanna, William Jennings Bryan, mikla og snjalla ræðu. Jeg býst við að hann sje mesti mælsku- maður, sem jeg hef hlustað á, enda var hann frægur fyrir mælsku sína. Hann var all-hár maður, og sjer- lega höfuðstór, með nokkuð stórskorið andlit, og stór- myntur, en brosið hans var svo heillandi fagurt, að

x

Óðinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.