Óðinn - 01.01.1936, Page 85

Óðinn - 01.01.1936, Page 85
Ó Ð I N N 85 Háskóli íslands. Myndin, sem hjer fylgir, sýnir Háskóla íslands, eins og hann á að verða. Hann er nú í byggingu, og var hornsteinninn lagður 1. desember. þetta ár, af Haraldi Guðmundssyni kenslumálaráðherra, en ræður fluttu við það tækifæri Alexander ]ó- hannesson prófessor og kenslumála- ráðherrann. — Að því búnu hjelt Háskólinn fjölment og skemtilegt samsæti á >Hótel Borg«, og voru þar margar ræður fluttar. — Það er stórt framfaraspor, að fá hjer reista háskólabyggingu, og það er sagt, að hún verði stærsta hús bæjarins. — Sá maður, sem fremur öllum öðrum hefur gengist fyrir því, að koma þessu verki í framkvæmd, er Alexander Jóhannesson prófessor, og hefur >Happdrætti Háskólans* mikið stuðlað að því. manni hitnaði um hjartaræturnar við að sjá það. Röddin var mikil og þung, en þýð, og raddskiftin ekki mikil, en mjög áhrifarík. Hann talaði um »mikil- vægi heiðingjatrúboðsins*. Hann sagði í upphafi ræðu sinnar, að hann hefði ekki viljað láta undir höfuð leggjast að taka boðinu, og ferðast 1300 mílur, til þess að tala fyrir um 5 þúsund stúdentum, saman komnum frá meira en 750 mentastofnunum, um þetta málefni, sem sjer yrði alt af kærara og kærara. — Hann mintist á það, að Wilson forseti hefði verið að útvelja sendiherra til Kína, og hefði farið þess á leit við John R. Mott að taka það að sjer, og kvaðst hann sjálfur hafa lagt mjög að honum; en þá hefði Mott svarað, að það verk, sem Guð hefði gefið hon- um, væri skylda, sem ætti enn þá meiri kröfu til sín. — Ræða hans var ákaflega vekjand! og uppörfandi, og vitnisburður hans um Krist var svo skýr, að ekki var hægt að dyljast þess, hvar hann sjálfur stæði í kristilegu tilliti. — Síðasta kvöldið var áhrifa mest af öllum þessum stórfelda fundi. ]ohn R. Mott hjelt stutta, en stórfelda ræðu um skyldur vorar, að láta ekki eldinn í oss dofna, er vjer ættum nú að dreifast hver til síns dag- lega starfs. — Vara-forseti fundarins las upp lista yfir nöfn þeirra trúboða þessarar hreyfingar, sem á síðustu fjórum árunum höfðu dáið í þjónustunni, á hinum ýmsu svæðum trúboðsins; voru það 53 nöfn, og hlustaði þingheimur á það standandi. — Síðan spurði Mott, hverjir vildu nú gerast sjálfboðaliðar í þeirra stað, og lofa að fórna sjer til kristniboðsins,' ef það væri Guðs vilji, og bað þá, sem þetta hefðu ráðið með sjer, að koma fram, upp á pallinn. Það gáfu sig fram um 200 manns, og var það hrífandi sjón, að sjá þennan skara af ungum mönnum og kon- um með alvöru á brá, og ef til vill eftír mikla bar- áttu, standa þar og vígja þannig líf sitt Guði og vilja hans. — Sheerwood Eddy hjelt síðan ákaflega áhrifa- mikla ræðu til þeirra, og allra fundarmanna, og held jeg að flestum í þessum fjölmenna hóp hafi þá vöknað um augu. Bæjarstjórn Kansas City var á fundinum þetta kvöld og bar John R. Mott bænum þakkir fyrir hina framúr- skarandi. gestrisni, að hýsa og fæða svo marga gesti allan þingtímann. — ]eg get ekki stilt mig um að geta um tvent skringilegt, sem kom fyrir mig þessa dagana. Annað var það, að 3. janúar spurði sjera Drach mig, hvort jeg hefði sjeð það, sem »Kansas-Star« hefði birt um mig daginn áður. — Jeg kvað nei við því, og þótti mjer undarlegt, að skrifað væri um mig í blöðunum, þar sem jeg kom ekkert opinberlega fram á fundinum. Hann náði svo í blaðið og sýndi mjer. Það var all- löng grein, og lá mjer fyrst við að hlæja, því aldrei hef jeg sjeð jafn-margar vitleysur saman settar í ekki lengra máli; en svo gramdist mjer, því að þetta var skrifað þannig, að ætla mátti að þetta væri alt haft eftir mjer. Fyrst var byrjað á því að segja, að einn af hinum eldri herrum, heiðursgestum mótsins, væri rev. Friðriksson frá Islandi. Svo var lýsing á útliti mínu, og var ekkert við hana að athuga; en svo komu vitleysurnar. Það stóð, að í salnum hefði verið kalt, en meðan aðrir hefðu vafið að sjer »pelsunum«, hefði jeg setið yfirhafnarlaus og veifað mjer með söngbók- inni, eins og jeg þyldi ekki við fyrir hita. Svo þetta: i

x

Óðinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.