Óðinn - 01.01.1936, Síða 87

Óðinn - 01.01.1936, Síða 87
0 Ð I N N 87 Magnús Stephensen landshöfðingi. 100 ára afmæli 18. október 1936. Magnús Stephensen var æðsti innlendur stjórnandi Islands um langt skeið. Hann var af gömlum íslensk- um embættisaðli og bændahöfðingjum. Ættmenn hans höfðu um langan aldur verið einhverjir áhrifamestu menn um stjórn landsins og umsvifamiklir um mörg mál, stjórnmál og menningarmál, en oft hafði verið um þá þráttað. Magnús landshöfðingi komst til mannvirðinga af hvorutveggju — gömlum virðuleik ættar sinnar og áhrifum þess manns í henni, sem mestu rjeð í æsku hans, Oddgeirs Stephensen, og einnig fyrir embættis- dugnað og mannkosti sjálfs sín. Hann var lögfræð- ingur og skrifstofumaður. Hann var ekki stórbrotinn stjórnmálamaður á lýðræðisvísu. Hann var öruggur og mentaður konunglegur embættismaður, með víð- tæka þekkingu á högum almennings, og alþýðlegur maður á höfðinglega vísu, eins og ýmsar smásögur um hann sýna. Magnús Iandshöfðingi var íhaldssamur maður um margt, en ekki afturhaldssamur, eins og stundum er sagt. Hann var íhaldssamur maður í þeirri merkingu, að hann var varfærinn maður, vildi kunna fótum sín- um forráð, fyrst og fremst í fjármálum. Þess vegna ljet hann ekki eyða, heldur spara, jafnvel þó að það væri stundum á kostnað einhverra framkvæmdá, sem telja mæfti beinlínis eða óbeinlínis arðvænlegar. Hann safnaði í sjóð, Viðlagasjóð, og skildi hann eftir sig furðu digran. En landshöfðinginn var ekki íhaldssamur á þá lund, að hann vildi engar framfarir eða fram- kvæmdir. Hann beitti sjer þvert á móti fyrir merki- legum framförum, svo sem í vegabótum og brúasmíði. Og hann hafði áhuga á skólamálum. En hann vildi fara rólega hart. Þess vegna urðu ekki í hans stjórnar- tíð nein stórfeld umbrot eða örar breytingar, eins og þær, sem hófust fljótlega með heimastjórninni. En hans stjórn hafði lagt öruggan fjárhagslegan grundvöll að ýmsu þessu, með íhaldssemi sinni. Nákvæm rannsókn á sögu Magnúsar landshöfðingja, og stjórnarára hans, mundi sjálfsagt geta leitt í ljós ýmislegt af þessu, og eins muninn á kyrstöðunni fyrir þennan tíma og framan af honum og hinum hægfara byrjandi fram- kvæmdum, og svo því athafnalífi, sem við tók eftir landshöfðingjadæmið. Þegar menn vilja skilja og skýra rjett landshöfð- ingjastjórnina, þarf að minnast afstöðu landshöfðingj- ans í því stjórnskipulagi, sem þá var. Magnús Ste- phensen sagði einu sinni sjálfur, að landshöfðinginn hefði verið eins og lús milli tveggja nagla, dönsku stjórnarinnar og Alþingis. Magnús landshöfðingi Stephensen var mentaður embættismaður, í gömlum stíl að mestu. Hann var lögfræðingur, ágætur lagamaður, en hafði einnig ýms fleiri fræðileg áhugamál, eins og háttur var hinna bestu gömlu embættismanna, og ættlægt var í Ste- phensens-ættinni. Hann lagði stund á ættfræði, og hafði einkar gaman af stjörnufræði, og skrifaði dá- lítið um hana, alþýðlega. Hann var góður málamaður. Hann var fulltrúi tímabils, sem nú er liðið, og var á ýmsa lund ólíkt því, sem nú er, en hann var höfð- inglegur fulltrúi þess. I/. Þ. G. Magnús Pjetursson, fil. stud. Magnús Pjetursson er dáinn. — Þessi fregn kom sem þruma úr heiðlofti yfir íslensku nýlenduna í Stokkhólmi. Við gátum ekki trúað því; vildum ekki trúa því; viljum ekki trúa því enn. Magnús var einn af þeim, sem eru svo fullir lífsorku og lífselsku, svo lifandi, að það virðist erfitt að samræma þá hug- takinu: dáinn. Fáir munu hafa þekt Magnús betur en við Iandar hans hjer í Stokkhólmi. — I svo litlum hóp sem okkar, verður kynningin svo náin. — Við vitum því betur en flestir aðrir, hvílíkur missir er að honum. í þrjú ár hafði hann dvalið hjer við háskólanám. Oft var þar lifað við lítinn kost. En engir erfiðleikar gátu sigrast á sólskins-skapi Magnúsar, það var alt af hið sam'a. Og að »fara og heimsækja Manga« þýddi ætíð vísa ánægjustund. En Magnús var ekki að eins glaður og góður fjelagi. Hann var og ágætt vísindamanns- efni. Námið sótti hann af svo miklum dugnaði, að fátítt mun um landa. Hann unni sinni fræðigrein, hafði lent á rjettri hillu, sem kallað er, og hann kunni þá list, sem alt of fáir íslenskir námsmenn kunna, að ganga heill og óskiftur að verki. Jóla-Ieyfum sínum öllum varði hann til sjálfstæðra rannsókna í aðal- námsgrein sinni, »biokemi*. Þegar í fyrrahaust varð hann aðstoðarmaður (amanuens) hjá prófessor sínum, Nobels-verðlaunamanninum H. v. Euler. Og það var ekki laust við að »nýlendan« væri stolt, er út kom á »biokemikum« hálærð ritgerð, þar sem nafnið
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94

x

Óðinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.