Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1888, Blaðsíða 42
42
orð í i., 2. og 4. flokki, og karlkennd og hvorug-
kennd orð bæði í 3. og 4. flokki. Undirstaða flokk-
unarinnar hjá honum er að eins siðasti stafurinn i
nefnifalli eintölu ; hann flokkar nafnorðin, eptir því á
hvern staf þau enda i þessu falli, en tekur ekkert
tillit til, hvort þessi stafur heyrir til endingarinnar
eða stofnsins, sem hann hefir enga hugmynd um.
Af þessu leiðir, að hann tilfærir í hverjum flokki
eins mörg beygingardæmi, eins og þeir stafir eru
margir, sem nafnorð flokksins geta endað á í nefni-
falli eintölu, og fær þannig þann aragrúa af beyg-
ingardæmum, að það villir fyrir. þannig tilfærir
hann i öðrutn flokki dæmi upp á kvenkynsorð sem
enda á b, d, f, g, k, l, m, n, ó, p, r, s, t, ú, y (ey) auk
kvenkenndra einsatkvæðisorða, sem enda á d, alls 16
dæmi. Flest af þessum orðum beygjast alveg eins;
fyrir þau hefði eitt dæmi verið nóg. í 3. flokki til-
færir hann 17 dæmi upp á hvorugkynsorð, þar sem
3 eða 4 hefði nægt, osfrv. Yinsar vitleysur eru hjá
honum. f»annig segir hann, að eignarfall af ær (án
greinis) sje ærennar eða. ánnar og af kýr eignarf.
kúar ; orðið mögur er talið með þeim karlkynsorð-
um, sem hafi í eignarfalli -urs; eignarfall af því orði
verður þá mögurs, eins og jöfur, eignarf. jöfurs;
þágufall fleirtölu af örn, björn, er ernum, birnum
osfrv.
Lýsingarorðin eru að sínuleyti miklu betri hjá Run-
ólfi en nafnorðin. f>ó lítur svo út, sem hann hafi ekki
haft Ijósa hugmynd um mismun á þýðingu lýsingar-
orðsins, þegar það er ákveðið og þegar það er óákveðið.
í fornöfnunum eru ýmsar vitleysur; þannig er
vísifornöfnunum þessi og sá ruglað saman o. fl.
Minna er í það varið, að ávarpsfall og fráfærslu-
fall eru f allri beygingunni talin sem sjerstök föll,
sem var óþarfi.