Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1888, Blaðsíða 58
58
nærri þvi búnir að borða. Síðan gerði hann mjer
boð með Halldóri og sagðist hafa gleymt mjer, en
jeg fjekk ómögulega af mjer að ganga til hans að
borða optar, bað þess vegna biskupinn að lofa mjer
að borða hjá sjer eins um middaginn sem um kvöld
og morgna þessa fáu daga, sem hann strax lofaði
mjer.............................................1
Mikið vel leizt mjer á Sra. Steingrím og Olaf
stjúpson hans2, þó ekki nærri eins vel á hann og
hann Jón3; hann Olafur fylgdi mjer allan veginn
frá Odda suður í Vík og gerði mjer allt til vilja.
................Við lærðum annars aldeilis ekki
að þekkja hvor annan; jeg heyrði ekki helminginn
af því, sem hann sagði til mín, og hann skildi varla
helminginn af því, semjeg sagði til hans. Jeg sakna
hans Jóns ótrúlega mikið, því jeg hefi engan, hjá
hverjum jeg hentuglega get fengið greinilega og
góða upplýsingu um hitt og þetta, sem jeg ekki
skil.
Annars er mart óþægilegt hjer á landinu; enginn
skapaður hlutur er að fá fyrir banka og varla fyrir
silfur, svo hver maður verður að vera kaupmaður
1) Hjer og síðar í brjefinu sleppi jeg út úr ýmsu um
viðskipti þeirra Rasks og Gísla Símonsens. Gfísli vildi ekki
þiggja neina borgun af Rask fyrir það, að hann borðaði hjá
honum, og biður Rask Bjarna að kaupa sín vegna bók og gefa
Gísla, þegar hann komi til Hafnar, því að hann „vilji nauðug-
ur vera honum mikið skuldbundinn undir þessum kringum-
stæðum“. Á brjefinu sjest líka, að Rask hafði veturinn áður
lesið ensku með Gisla i Kaupmannahöfn.
2) Son Hannesar biskups Finsens, faðir Óla Finsens póst-
meistara og þeirra bræðra. Utg.
3) Bróðir Ólafs. faðir Hilmars Finsens landshöfðingja,
Útg.