Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1888, Blaðsíða 112
112
mjer og þykir það ísjárvert, því hve margir eru
ekki mjer miklu duglegri. Hvernig gæti jeg staðið
í stiptamtmanns sporum þar? J>ar til þarf vitran,
hugaðan, drifandi mann. Og hvað get jeg annað
fengið, sem jeg get lifað við? Sárt er það að geta
ekki erfiðað eptir köllun sinni, sárt og óheyrilega
sárt, að geta ekki aðstoðað gamla móður á kvöldi
æfi hennar—og þetta er meira, það er hrópandi
synd. En allt þetta sje guði falið og þú með, góði
Rask!
í>inn ætíð
Jo/mson.
8.
Kaupmannahöfn þann 20. apríl 1819.
Stiptamtmannsembættið brást mjer. Jeg hafði sótt
um það, en kammerjunker Moltke, sonur geheime-
ráðs Moltke, fjekk það. Iíann kom hingað seinast
f marz, giptist nú fröken Bardenfleth, og fer snart
inn til íslands með skipi, sem er fragtað fyrir kon-
unglegan reikning með timbur o. s. frv. til tukt-
hússins sáluga, sem nú á að setjast í stand til að-
seturs stiptamtmanni. Um stiptamtmannsembættið
sóttu: Moltke, amtm. Rafn, kammerjunker Búlow,
capit. Lassen við kóngsins lífkorps, assessor Thor-
arensen og jeg. Svo mikið vann jeg á, að Moltke
og jeg vórum alrernativement af rentukammerinu
nefndir sem þeir kammerið áleit hjer um jafnverð-
uga til embættisins, en þá var búið, því þá naut
Moltke þess, að hann hafði fleiri vini og patróna,
sem allir studdu hans mál, og má jeg játa, að hann
hefði verið mesti klaufi, hefði hann ekki getað yfir-