Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1898, Blaðsíða 5
5
eru meira eða minna skyld, svosem um heim og
himin, um fœðing, apturför og hnignun, um skáld-
skapariistina, um lopt og vinda (meteorologia), um
búskap og gróða, um andlitsfall og líkamalag sem
sálareinkenni (9’jcrtoyvwji.ovixaí), um hártoganir só-
fistanna, um ódeilanlegar línur, um kenníngar ýmsra
annara heimspekinga, aflafræði og loksins sálarfræði,
að jeg eigi upptelji styttri greinir, t. d. um litina,
afbrigði í náttúrunni o. fl. Þessi rit eiga menn enn,
þó margt í þeim sé illa útgefið og sumstaðar mein
legar eiður; en miklu fleira er tapað, t. d, nérum
bil allar lýsingar hans á stjórnarfari hinna einstöku
grísku og annara ríkja, vokva fræðin (jcspi xuíJ-“v)
o. m. fl. — Má af þes.su ráða, hve fjoihæfur maður-
inn heíur verið, enda hafa menn álitið hann vera
nokkurskonar ágrip af hinni forngrísku mentun í
hádegisstað, því eptir hann látinn tók henni að
hnigna, og í andlegum skilníngi lifði bæði Grikkland
og öll miðöldin á gullöld Grikklands, og var skóla-
stíkin síðar meir ekkert annað enn endurtekníng og
afbökun af ritum Platons og Aristotelis. Sama er
að segja um Cicero og Seneca: livorugur lagði neitt
nýtt til, en lifðu á leifunum af borði Grikkja og
þykja góðir, þegar þeir hafa rétt eptir. Eri — eigi
er það ómerkilegt, að sá Rómverji, sem best hefur
lýst kenningu PJatons, er ritliöfundur sem lifði und-
ir Trajan og Antonínunum, — Apulejus.
Þó eigi sé samraiðuform á ritum Aristotelis, á
þann liátt að nafngreindur maður spyrji og annar
eöur aörir svari, heldur séu kenningar hans i sam-
anhángandi ræðu, með bóka kapítula og greina-
skiptíngu; iætur hann þó, ef svo mætti að orði
kvoða, liugsanirnar sjálfar talast við og metast um
hver réttust sé; hann kastar jafnan fram tilgátum