Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1898, Blaðsíða 137
137
ar og síðan djúpplægðar, og voru svo þar i settar
tiæggja ára fræplöntur af fjallfuru með 3 feta milli-
bili. Allt verkið kostaði að eins rúmar 10 krónur
á dagsláttunni. Þótt maður viti að fjallfuran er
harðgjör, þá gæti maður þó varla átt von á, að
þetta dygði, en þarna hafði maður þó dæmið fyrir
sér; trén voru farin að vaxa. Þar sem þau höfðu
staðið i 9 ár voru þau orðin 3 fet á hæð. Þessi
ræktunaraðferð hefði samt ekki heppnast, ef ekki
hefði svo staðið á, að jörðin var rök þótt hún væri
sendin.
Þar sem jarðvegurinn er þolanlegur er rauð-
greninu eingöngu ætlað að mynda skóginn, þegar
frá líður, en ef byrjað væri með það einsamalt, þá
kæfði lyngið það.
Hvítgrenið er harðgjörvara en rauðgrenið, en
verður ekki eins gott tré, og er það því að eins
notað í útjöðrum gróðrarteigsins og meðfram vegum.
I skjólplöntunum er það mikið notað Sá, eg þau
sumstaðar 24 feta há, þar sem þau þó voru ekki
nema 15 ára gömul. Sumstaðar er það haft í lim-
garða. Þegar það hefir staðið 4 ár, eftir að það
hefir verið plantað á gróðrarteiginn, er það vana-
lega orðið um 2 fet á hæð.
A einum stað sá eg tvo gróðrarteigi, er stóðu
hér um bil saman; var annar þeirra 8 ára en hinn
15. Það var talsverður mistnunur á þeim hvað
hæðina snerti. I þeim fyrnefnda voru trén um 3
fet á hæð, en í hinum síðarnefnda um 10 fet eða
meira. Það er fyrst eftir t>—10 ára aldur, að trén
fara að vaxa til rnuna, og þar sem jarðvegurinn er
lyngi vaxinn, þá gengur til þess enn þá lengri tími.
Ef lyng sprettur mikið inn á milli trjánna, þarf
maður að eyðileggja það með plóg eða herfi.