Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1898, Blaðsíða 47
47
arsstaðar kemur Aristoteles framm sem meistari í
því, að finna orsakirnar til þess sem lýsir séríhinu
einstaka, og i þvi að flokka það eptir breytingun-
um, hinum stærri, sem þeim smærri, í eðli, kyn og
tegundir. Enda hafa margar af flokkaskiptíngum
hans haldið sér allt til vorra tíma, og láta bæði
Cuvier og Buffon hann njóta sannmælis. Fljótt sá
hann það, sem nú á dögum er svo mikið skráð um:
»að náttúran i samfellu og hægt og hægt færir sig
frá hinu líflausa til dýranna, gegnum hið lifanda,
sem þó eigi eru dýr, svo að mjög lítið virðist muna
milli þess sem hvert er oðru næst á takmörkunum«,
og færir hann til dæmis njarðarvottinn, »sem er
lifandi, meðan hann er fastur við (steininn) en hætt-
ir að lifa er hann losnar, og því er jurtarkenndur«.
— rtsp'. Coov [ropíuv IV, 5. Búinn var hann, einsog
áður er umgetið, að taka eptir því, sem Darwin á
þessari öld sérílagi hefur brýnt fyrir mönnum, að
náttúran gefur dýrunum þau lífsfæri sem þau með-
þurfa eptir sínum lifnaðarháttum, sem og því, ah
þessi lifsfæri breytast eptir breyttum ástæðum. Hann
sá, að markar fyrir augum hjá moldvörpunni, sem
neðanjarðar hvorki þarf á sjón að halda, né mundi
geta varið augun óskemmd undir jörðunni; var hann
þá að leita — »því náttúran gjörir ekkert ófyrir-
synju« — þángað til hann í Ætoliu fann moldvörp-
ur, sem ofanjardar lögðu sér engisprettur til munnsr
og »sáu þessar moldvörpur, þó dauft væri«. Hinir
nýrri hafa ástundum vefengt orð Aristotelis, til
dæmis þarsem hann (ftspí ?owv faropíai VIII, 12) seg-
ir frá, að við uppsprettur Nílfljótsins búi smámenn
(TwyjjLatoi, eigi dvergar), smávaxin kynslóð, eigi van-
sköpuð einsog dvergar, heldur sem svari sér, þótt
lítil sé á fæti. Til þessara orða hefur opt verið