Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1898, Blaðsíða 8
8
þá sé það miðað við skynsemina, sem hið upphaf-
lega og verulega, og sé því ýngra og siðara en
skynsemin, og bætir þá við: »Það er því augljóst,
að tilviljunin getur eisi verið orsök á undan, eigi
fyrri orsök, heldur það sem hefur sína tilveru í
sjálfu sér (xaO-’ a'j-ó), því tilfellið er síðara, ýngra
en skynsemin og náttúran; svo þó tilviljunin aldr-
ei nema hefði verið orsnk til alheimsins, þá hlaut
andinn (skynsemin) og náttúran að vera orðin á und-
an bœði orsök til margs annars og til sjálfs alheims-
ins.« — Þá er eigi annað eptir til að vera hið fyrsta
hreifanda, en skaparinn, smiðurinn, 8y)[uoi>pyÓ; Plat-
ons. Telur Aristoteles þá fjórar orsakir hins til-
veranda; efnið (vXr)), kynið, eða formið (s?8o;, (j.op<pii]'),
hið hreifanda, og tilganginn (ró oú svsxa); því allt
sem skeður, hefur tvær orsakir, aðra fyrir framan
sig, hina fyrir aptan sig, sem vér tilgreinum, er vér
segjum: Það varð af því og til þess. Heimspekinni
skiptir hann eptir þessu í þrjár höfuðgreinar:
ransóknina um hið óhreifanlega, en hreifanda (fyrsta
heimspeki, guðfræði, itpw-nr) ^tXoooipía, áfsoXoyía), ran-
sókn hins hreifða, en óforgengilega (eðlisfræði,
heimsfræði, stjörnufræði) og ransókn hins forgengi-
lega (hin eiginlega náttúrufræðí, náttúrusaga). Með
því nú hið fyrsta hreifanda hljóti að vera eilíft, en
þetta fyrsta sé andinn, skynsemin, þá hljóti einnig
það fyrsta, sem af andanum setjist i hreifíngu, him-
ininn alheimurinn (oupavó;) að vera eilíft, því að
oðrum kosti yrði hreifíngin endanleg og starf and-
ans þarmeð á enda. Hitt aptur, sem hreifist af því
eilifa hreifanlega, er ýmsum breytingum undirorpið,
er á stundum á ferð, stundum í kyrrð, verður og
forgengur, og breytist margvfslega (Phys. VIII, 7,
13—16). Þessvegna mun hreifingunni aldrei linna