Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1898, Blaðsíða 114
114
þess*.1 Aptur ritar hann frá Antwerpen 13. sept.
1519 til Kristjáns annars:2 »Viðvíkjandi boðum yðar
hátignar um Island hef jeg lagt mig í Hma og fram-
króka að megni, bæði i Amsterdam og hér. Johan
Benninck hefr hjálpað mér og verið við. Hef jeg
þó engu á leið komið. Amsterdamborgarar berja
við fátækt sinni og vilja þó fegnir, með öðrum
borgum, en geta ekki komið sér saman um það,
eins og áður er ritað. Hér vilja borgarar heldur
ekki ganga að því. Mundi jeg nú fara til Hollands
aptur að semja við þá, en má ekki fara úr Bra-
bant, og veit Jens hvað því veldur. Hef jeg ritað
Jóhanni Benninck ýtarlega um málið, hvernig bezt
fer á að semja við þá enn á ný. Hann mun efa-
laust gera það, sem unnt er að gera í því máli«.
Johan Benninck var ráðherra f Haag, merkis-
kaupmaður, sem Niðurlandsstjórn opt leitaði til i
peningaefnum. Amsterdam var eini bærinn á Hol-
landi, sem hafði snefil af verzlun á Islandi 1518,
svo ekki var von að Antwerpen vildi eiga við
kaupin, en minni bæirnir voru hræddir um, að
Amsterdam bolaði þá út, þó þeir væru með í kaup-
unum. Ráða má af bréfunum, hve fast Kristján
sótti kaupin.
Nú víkur sögunni til Englands. Erindisbréf
Kristjáns til Hinriks áttunda, sem Holm hefr með-
ferðiö, er dagsett 4. marz 1518. Segir í þvi að hann
eigi að semja viðvíkjandi spellvirkjum Englendinga
á Islandi. Auk þess hafði hann skjal meðferðis, og
eru þar nefnd mál þau er hann, »vor elskaði Jo-
1) Heinrich Behrmann: Kong Kristian den Andens Historie,
Khavn, 1815 2 Deele II 108.
2) S. st. II. 123.