Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1898, Blaðsíða 197
197
ekki satt ad þú bölvaðir biblíunni í eitt heilt dr, þá
Árni skipaði þér það?« En sköramu áður höfðu
þeir, að mér skildist, talað um prófessor Arna Magn-
ússon. Þar til svaraði biskupinn: »Það er lýgi!«
Síðan stóð biskupinn upp og kvaðst ei ætla undir
þvílíku tali lengur sitja, og gekk undan borðum.
Lögmaðurinn stóð og upp, en móðir hans bað hann
að tala ei svo við biskupinn. Hann svaraði: »Eg
akta ekki fyrir að gefa honum upp d flaben,« og færð
ist nokkuð nær biskupinum, þótti mér líklegur að
vilja ná til hans. Gekk eg þá á milli þeirra, spennti
lögmanninn báðum höndum og færði hann upp að
botðinu. En í þvi eg hann mér í fang tók, rétti
hann sinn vinstra arm yfir minn hægra og seildist
til biskupsins, en hvar hann á honum greip sá eg
ógjörla, því eg þá var í öndverðu fangi lögmanns-
ins, en biskupinn bak við mig. Sem eg leit við, stóð
biskupinn við kistuna og þilið, sem gagnvart var
borðinu, og réttist við. Leizt mér þvílíkur sem hefði
horuim við falli legið. Þá bað Mdm. Sigríður son
sinn að láta af þessu og ganga heldur á burt, hvað
hann og gjörði, en biskupinn sat þar eftir í húsinu
nokkra stund. Eftir það gekk hann að tjaldi sinu,
er þar var ei langt frá, bauð mönnum sínum að bú-
ast til burtfarar, og svo var gjört. En sem velnefnd
Mdm. Sigríður það fornam, bað hún mig að skila við
biskupinn að hún óskaði að tala við hann. Gfekk
hann þá á leið heim að bænum og hún á móti hon-
um. Fylgdumsl vér svo öll heim að kirkjunni og
vorum þar nokkurn tíma. Síðan gengu þau Mdm.
Sigriður og biskupinn til lögmannsins stofu, hvar
biskupinn hafði sofið fyrirfarandi nótt. Leið svo það
eftir var dagsins, að biskupinn dvaldist þar og eg
oftast hjá honum, en um kvöldið kom lögmaðurinn,