Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1898, Blaðsíða 167
167
sorgiegan vott. Þau eru ekkert annað en auraingja-
legur harmagrátur frá upphafi til enda; í þeim öll-
um kveður við vælutónninn, sem treystist einkis af
eigin völdum, heldur kastar öllum sínum áhyggjum
á hina hágöfugu herra i stjórnarráðinu og hans há-
tign konunginn. Það mun hafa verið Gottrup sjálf-
ur, sem fyrstur vakti máls á þessari sendiför og tal-
aði kjark í menn til að láta verða af henni, og þeir
sem upprunalega höfðu stutt hana af mikilsmetnura
mönnum, snerust frá Gottrup i miðjum kliðum og
drógu með því mikið úr nytsemi fararinnar.
En þrátt fyrir allt þetta er þó tímabilið bæði
merkilegt og einkennilegt. Það er eins og allt hér
á landi um þær mundir sé á iði og ringulreið, sé
að leita að jafnvægisdeplinum. Það er eins og kom-
ið los á allt hið gamla, en þó ekkert nýtt komið í
staðinn. Allt er á reiki, bæði i stjórnarháttum, lög-
gæzlu og landsmálum, verzlunarháttum, atvinnuveg-
um og andlegum málum. Veitingarvaldið var sundr-
að og sjálfu sér ósamkvæmt, ekki fast bundið á ein-
um stað og í eins manns höndum. Lagagrundvöllur
var enginn fastur ; það var ýmist dæmt eptir Jóns-
bók, alþingissamþykktum eða Norsku lögum, allt
hvað innan um annað og hvað ofan í annað. I
verzlunarfyrirkomulaginu voru eilífar tilbreytingar,
oftast smásmuglegar og jafnvel hlægilegar, ef þær
ekki hefðu á stundum leitt af sér önnur eins bág-
indi og vandræði og þær gjörðu. Tilraunir þær, er
gjörðar voru til eflingar atvinnuvega, voru sjaldan
annað en hreint og beint fálm út í loftið, byggt á
vanþekkingu og hugsunarleysi, og komu þess vegna
að litlura sem engum notum. Hindurvitna-myrkviðri
og hjátrúarofsa 17. aldarinnar var farið að létta af,
en það var ekki enn þá farið að rofa fyrir neinum