Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1898, Blaðsíða 135
135
breiðum í botninn, 3 fet að ofan og 3*/*—4 fet á
hæð. Efnið er tekið úr skurði, sem grafinn er ut-
an við. Svo er ofan á þenna garð, eftir honum
miðjum, plöntuð fjallfura með tveggja feta millibili.
Jafnf'ramt þessu er eitt hið fyrsta verk að leggja
vegi og bvggja lítinn jurtagarð kringum íbúðar-
húsið.
Gróðrarreitnum er skipt í fjóra parta; fyrsta
ár eru í einn þeirra fluttar fræplönturnar, og í
annan fjórðapart er sáð lúpinum, til þess að bæta
með þvi jarðveginn. Þær eru plægðar niður, þegar
þær eru i blóma. Helmingurinn, sem þá er eftir,
er látinn standa auður, en grafinn eða plægður
(brak). Næsta ár er svo sá hluti af gróðrarreitn-
um, sem lúpínurnar voru í, tekinn fyrir fræplöntur.
Aður bvrjad er að planta trjánum út á gróðr-
arteiginn, er tarið að undirbúa jarðveginn tveimur
til fjóruin árum áður, og er það gjört með ýmsu
móti. Þvi betur og þvi dýpra sem jörðin er losuð,
því betur þrífast trén. Eu aftur á hinn bóginn er
um að gjöra að kosta ekki til þess meira en nauð-
synlegt er, til þess að geta fengið sem mest land
undir ræktun. Sumstaðar er byrjað á þvi að sviða
lyngið af, og er svo jörðin plægð 4 þumlunga djúpt,
kostar það vanalega í akkordsvinnu 5,80 kr. fyrir
dagsláttuua. Jörðin er svo látin liggja í tvö ár og
er svo heríað rneð hnifveltiherfi (»Knivtromleharve«,
»Tallerkenharve«) og kostar það vanalega á dag-
sláttuna 1,15 kr Það rótar jarðveginum vel um og
losar hann. Eptirþað fær flagið að liggja í eitt eða
tvö ár og þá fyrst byrjar hin verulega aðvinnsla.
Jarðvegurinn er þá plægður 14—18 þuml. djúpt
(Reolplöjning) og kostar það um 2,30 kr. á dag-
siáttuna, er hann svo látinn liggja enn eitt ár, þar