Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1898, Blaðsíða 9
9
um aldur né æfi, með því hinn hreifandi krapturer
eilífur (sst. VIII, 9, 12). En þetta sjálft kyrra, en
fyrsta og eilíflega hreifanda getur eigi haft neina
stærð. Því ef það hefði stærð, vrði stærðin eða
stórleikurinn'annaðhvort að vera takmarkaður eða ó-
endanlegur. Nú getur engin stærð verið takmarka-
laus; takmarkaleysið stríðir á móti stærðarhugmind-
inni; því er hið fyrsta hreifanda eigi óendanlega
stórt. En takmarkað getur það heldur eigi verið,
því þá gæti það eigi haft óendanlegan mátt, og
haldið alheiminum í hreifíngu urn alia eilífð. En nú
er sú hreifíng, som það veldur, eilíf. »Það er því
augijóst, að það er ódeilanlegt, partalaust og stærð-
arlaust« (sst. VIII, 10, 18—19). Með oðrum orðum:
Guð er andi, »og hugsuninni einni sýnilegur«.
Híngað að rná nú segja, að Platon og Aristo-
teles í ollu verulegu séu samferða, en nú skilur með
þeim. Aristoteles þekkir að eins einn guð, þó hann
að nokkru leyti ætli hiniintunglunnm iíf, hið kosm-
iska líi; »en« segir hann (Metafys. XI, 10, 14) »til-
veran vill láta stjórnast vel«, og vitnar svo til
Homers:
Margra stjórn ei stjórnar vel, stjórnarinn
skal vera einn.
þótt hin eilifa skynscmi setji alit í hreifíngu, þá ætl-
ar Aristoteles lie:mi eigi freniur en aðrir fornir spek-
íngar að hafa skapað efnið; höfuðskepnurnar (eldur,
vatn, jörð, lopt og hann ba'tir þeirri fímtu: eldlopt
aífbjp — við) voru einnig til frá eilífð, og var þeiin
svo varið, að þær höíðu iiæfilegleika (6-jvag.i.ff) til
þess að greinast og sameinast, finnast og skilja, bland-
ast og renna hver yfir í aðra, eigi í neinu agnafoki'
1) Um agnafokið og agnalœrdóminn (Atomistik), sem
nú aptnr er kominn npp á vorum tímum, gjörir hatin þá at-