Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1898, Blaðsíða 90
90
Það er efasamt, hvort skógarnir hafa nokkur
■sjerleg áhrif á úrkomuna; á sljettlendi virðist það
vera mjög litið, en í fjall-lendi litur út fyrir að þeir
auki úrkomuna.
Nú hefur verið skýrt frá, hver áhrif skógarins
eru samkvæmt þessum mælingum, og eru þau í
stuttu máli: að lottið verður lítið eitt kaldara og
sömuleiðis jarðvegurinn að ársmeðaltali. Skógurinn
ðregur úr áköfum hita og sömuleiðis dregur hann
úr miklum kulda, jafnar loftslagið. Skógurinn eyk-
ur raka loftsins og heldur vatninu í jarðveginum,
dregur mjög mikið úr eimingu jarðvegsvatnsins.
Yfir höfuð að tala er alt þetta mjög heppilegt fyrir
gróðrarlífið, en þó misjafnlega, og fer það mest eftir
loftslagi og hvernig landslagi hagar. Það er því við því
að búast, ef skógurinn eyðist, að einhver vegsummerki
sjáist á gróðrinum, og þarf ekki iangt að fara ti)
að sjá það. Þegar skógurinn eyðist, verður árs-
meðalhitiun Þ'tið eitt hærri (10°/o), dagarnir og sumr-
in verða heitari en næturnar kaldari, loftið og jarð-
vegurinn verða þurrari. Slik viðbrigði þolir ekki
gróðurinn. Fjöldi jurta, er áður lifði góðu lífi í og
við skóginn, hverfur nú algjörlega, og þá koma aðr-
ar jurtir, er vanar eru þeim kjörum, er jarðvegur
þessi nú hefur að bjóða, og festa þar rætur; jarð-
vegurinn hefur þá hamaskifti, íklæðist nýjum gróðri.
En opt er það, og 3jerstaklega í fjallendi, að skóg-
arjarövegurinn eyðist með öllu, þá er skógurinn
er horfinn. Jarðvegurinn þornar, gróðurinn deyr,
lækirnir grafa djúpa skurði í jarðveginn, grafa
undan bökkunum, skola jarðveginn og velta svo
kolmórauðir niður á sljettlendið. Sje jarðvegurinn
■orðinn þur og gróðrarlítill, svo að berar skellur
sjáist hingað og þangað, eins og altitt er á Islandi,