Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1898, Blaðsíða 55
málari, en málverk Zeuxis’s vantar skaps og hugs-
unureinkennið (hjá þeim sem hann afmálar), r,ð-oc«.
Þá ber sorgarleiknum at afmála heilt og aflokið
verk, sem er nokkuð umfangsmikið, en þó eigi lengra
enn svo, sem nægir til þess eðlileg rás sé frá ógæfu
til gæfu, eða gæfu til ógæfu, og hefur tímalengdin
jafnan verið bundin við einn sólarhring eða þar á við.
Þetta er nú hið einasta, sem Aristoteles segir um
hinar svonefndu »þrjár einíngar« sorgarleiksins, sem
sé staðarins, tímans og verksins, er honum hafa
verið kenudar, og bæði Italir og Frakkar fylgdu
svo stránglega, allt niður fyrir tíma Racine’s. Hann
heimtar aðeins einíngu verksinx og atburðarins, eins-
og sjálfsagt virðist, að eigi sé fléttað inn í leikinn
fleiri atvikum, en sama starfi og atviki haldið áfram
til fullnaðar. Hitt mundi fipa fyrir, og eigi væri Shak-
speare minni fyrir það, þótt hann hef'ði fylgt þess-
ari regiu optar, enn hann gjorir. Þvínæst þarf skáld-
ið eigi að tjá atburðina, einsog þeir skeðu; hann er
eigi bundinn við það; það er nóg ef hann lýsir þeim,
einsog þeir hefðu getað verið. »Þessvegna er einnig
skáldskapurinn æðri og heimspekilegri en sagan,
því haun leitar hins almenna og algilda, enn sagan
heldur sér við hið einstaka. Almennt og algilt er,
að sýna fram á hvílíkur sá er, sem líklegt er eða
nauðsynlegt að tali og breyti svo eða svo, hvaða
nafn sem skáldið gefur honum; hitt er einstaklegs
eðlis, að skíra frá, hvað Alkiblades sagði eða gjörði
eða leið.--------« Þá vill Aristoteles láta koma fram
í hverjutu sorgarleik umsldpti (xipnzí-na.) og við-
rönkun (ávayvMpt.fftf). »En umskiptin eru í því fólgin,
að atburðurinn og verkið snúi sér í gagnstæða átt,
annhvort af nauðsyn, eða eptir líkindum, einsog í
Oidipúsi, þarsem maðurinn kemur til að gleðja hann