Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1898, Blaðsíða 101
101
hans, og Ljósv. nefnir að eins 3 af börnum hans.
Frásögnin i þætti Sigurðar slefu (í Flateyjarbók,
sem er aðalheimild vor fyrir kvonfangi Einars)
verðr nokkuð grunsamleg af því, að sagan um ferð
»Þorkels klypps* vestr um haf er svo gagnlík sög-
unni um Ivar á Fljóðum, er Sigurðr konungr Jór-
salafari sendi að heimta skatt af Irura, sem segir í
Fms. VII. 124—126. 137, og virðist bragð konungs
vera heimfært til annars eldra Noregskonungs með
sanm nafni (o: Sigurðar slefu), er kunnr var að á-
þekku athæfi. En þótt allar líkur sé til þess, að
Klyppr hersir hafi aldrei farið vestr til Englands til
að heimta skatt fyrir Sigurð slefu, að minsta kosti
ekki af Aðalráði konungi, sem kom eigi til ríkis fyr
en 978, þá er engin ástæða til að rengja þau aðal-
atriði, að Sigurðr slefa hafi ósæmt Alofu, konu
Klypps, og Klyppr hefnt þess með því að vega kon-
ung. I þessum greinum ber þættinum í Flat. sam-
an við Noregskonunga-sögur (Hkr 121. bls. H. grf.
14. k. Fagrsk. útg. 1847, 31. bls.l, og að frásögn
hans sé sjálfstæð arfsögn, má ráða af vísu Klypps,
er virðist vera ósvikin fornvísa (Fiat. útg. 1860, I.
20), og sömuleiðis af nafninu »Þorkell klvppr«, því
að vel má vera, að aðalnafn Klypps hersis hafi
verið Þorkell (Þórketili), og það styrkist af Agripi 8
k. og Hist Norv. (Munchs útg. 12. bls.), þótt hann
sé annars aldrei nef'ndr annað en Klyppr (sbr. Tím.
Bmf. XI. 41. bls. nm). Öllum sögum, er vér höfum
um atburði þessa, ber saman um það, að Klvppr
hafi sjálfr fengið bana í atförinni að konungi, en
þær greinast mjög um nafn banamanns hans. Hkr.
(og. sömul. Agrip og Hist. Norv.) nefnir til þess
•»Erling gamla*, sem annars er ókunnr, en virðist
helzt vera kallaðr »gamli« til aðgreiningar frá Er-