Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1898, Blaðsíða 53
raun það því vera farið forgerðum, og kvæðaskáld-
skap eða ljóðmæli (lyriskan skáldskap) minnist hann
valla á. Hann tekur það fyrst fram, sem rétt er,
að allur skáldskapur er eptirstæling annaðhvort ept-
ir atburðum og verkum, eða skapsmunum og til-
finníngum, eða hvortveggja, og stæla skáldin þá
annaðhvort eptir þeim, sem eru betri og ágætari
enn almenningur, eða lakari, eða líkir, eínsog mál-
arar og mindasmiðir, »því Polygnotos skapaði þá
betri, Páson verri, en Díonysios ]íka«. Sá er og
munurinn á sorgarleik og gleðileik, að hinn fyrri
tekur sér betri og meiri menn til fyrirmindar, gleði-
leikurinn þarámóti hina síðri og Htilfjörlegri. Sögu-
skáldskapurinn er nú að því leyti svipaður sorgar-
leiknum, að hann tekur sér ágætismenn fyrir höfud-
efni, þótt hann einnig hlevpi varmennum að (eiusog
Þersítesi í Ilias); en i því er hann ólíkui, að hér er
frásögn um liðinn tíma og fyrri menn, og meiri
orðalenging og óbundin við tímatakmark og annar
bragarháttur, en bæði gleði- og sorgarleikur sýna
oss mennina, einsog við væru staddir fyrir sjónum
vorum, gjörir þá nærstadda, þótt fyrri alda menn
séu, og sýnir þá um styttri tíma í einum saman-
hangandi verknaði. Allt um það varar hann sögu-
(episka) skáldið við því, að taka fyrir sig heilt tíma-
bil, ef svo mætti segja. »----------Ber þar, einsog í
sorgarleiknum, að taka fyrir sig einn heilan saman-
hángandi atburð, sem hefur upphaf, miðbik og enda,
svo kvæðið verði eins og heilt fullskapað dýr, en
eigi líkt venjulegum sögum, þarsem segja verður
f'rá morgu eigi af einu verki, eða einni athöfn, held-
ur mörgu er skeði jafnsnemma, og snertir annað-
hvort einn eða fieiri, áu nokkurs sambands. Þvi
einsog sjóorustan við Salatuis var samtíða sjóbardaga