Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1898, Blaðsíða 26
26
leg sjálf, líkt og aunað. Sé hún nú samansett, þá
verkar annað en annað líður, einsog í öllu samsettu,
og því er skvnsemin að nokkru leyti í mögulegleika
hið skiljanlega, en eigi i fullkominni raun og veru,
fyrenn hún sjálf hugsar og skilur. Með oðrum orð-
um: sé skynsemin, eða máske réttara andinn hreinn
sér, og áhrifalaus af oðru, þá er hann annaðhvort í
hlutunum fyrir utan oss, fyrir utan sálina, eður og
í oss og henni, eða loksins bæði i oss og hlutunum;
í hlutunum fyrir utan oss getur hann eigi verið
hreinn og óblandaður, því það finnst einnig margt
annað í hlutunum, sem andinn einmiðt gjörir skiljan-
legt; í sálinni er hann eigi heldur hreinn og ómeng-
aður, meðan hann er aðeins í mögulegleika (Suváixs'),
í getu og í hvíld; því þá er hann samtengdur skynj-
unum, ástriðum o. fi. — Þá fyrst er hann tekur að
verka, að hugsa og skilja, er hann hreinn, sér, og
oðru óblandaður. Skynsemin er áður bók, sem ekk-
ert er ritað í, og er sjálf skiljanleg, einsog annað
skiljanlegt, með því í ollu, sem eigi hefur líkamlegt
efni (það sem á oðrum málum er kallað ;>rnaterielt«),
hið skiljanda er hið sama sem það skiljanlega, því
hin skoðandi, rannsakandi þekkíng og það, sem með
þeim hætti er þekkjanlegt, er hið sama. — — En
í því sem hefur líkamlegt efni er hið skiljanlega
aðeins til í mögulegleika, getu, svo því tilheyrir eigi
skynsemi uema 1 mogulegleika; enn henni tilheyrir
það skiljanlega. Nú er í allri náttúrunni eitthvert
efrii í hverju kyni, hverri tegund, en annað er hið
skapandi, smiðandi; hljóta því einnig þessir tveir
mismunir að finnast í sáiinni. — — Því er skyn-
semin sú, sem allt verkar, nokkurskonar ástand, eins-
og ljósið, sem gjörir liti í raun og veru úr möguleg-
um litum. Og þessi skynsemi er tráskilin, sér, á-