Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1898, Blaðsíða 160
160
2) Matjurtnrœktun, þar með talið kartöplur og rófur
til manneldu og .skepnufóðurs.
3) Sdning grasfrœs og annara fóðurjurta.
4) Hce mikið þurfi að bera A til þess það svari sem
bezt kostnaði, og hvort menn œttu að kaupa til-
búinn áburð, og þá hverskonar áburður það sé,
sem mest þörf er fyrir.
Þessi fjögur atriði eru, óefað, ein af vorum helztu
nauðsynjamálum, hvað landbúnað snertir.
Það er áður tekið fram, að tilraunasvæðið þurfi
að vera nokkuð frá sjó, en það þarf líka að vera
sem jafnast, hér um bil flatt, en þótt það hallaði of-
urlítið frá norðri, mundi það ekki saka. Það þarf
lika að vera þar sem ekki er hætt við misjöfnu
snjólagi á vetrum, svo að plönturnar þar af leið-
andi verði ekki fyrir misjöfnum áhrifum. Hvað tré
«g runna snertir, hefir það minna að segja, þótt
landið sé ekki alveg eins að ásigkomulagi, og fyrir
trjáræktina þyrfti helzt að hafa útibú svo sem i
tveim stöðum annarstaðar á landinu, á öðrum staðn-
um sunnan lands, nokkuð langt inni i landi, og hin-
um staðnum norðanlands, í Eyjafirði eða Þingeyjar-
sýslu. Þessi útibú munu ekki þurfa að verða mjög
kostnaðarsöm, en þó þarf að verja fyrir skepnum
þann blett, sem valinn yrði. Frá tilraunastöðinni
yrði séð um, að landið yrði hæfilega undirbúið, og
siðan yrði maður sendur þangað með plöntur til að
gróðursetja. Bóndi sá, sem þar byggi í nánd,
mundi fyrir litla þóknun vera fús til að hafa eftir-
lit með ungplöntunum, svo þær ekki vrðu fyrir yfir-
gangi. Sjálfsagt er að leggja mikla áherzlu á að
rækta þær trjátegundir, sem vaxa vilt hér á landi,
en trjáræktina þarf að reyna á ýmsan hátt, bæði
með fræsáningu, með gróðrarkvistum af þeim trjám,