Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1898, Blaðsíða 143
143
það járnbrautir, mjórri en vanalegar járnbrautir
eru, og eru hestar látnir draga vagnana, þar sem
ekki er gufukraftur.
Mergill finnst mjög víða á Jótlandi, en vana-
lega er talsverð fvrirhöfn að ná í hann, því hann
liggur nokkuð djúpt; það er ekki sjaldgæft, að 6—8
feta þykkt leirlag sé niður á hann.
Mergill er jarðtegund, sem inniheldur nokkuð
af kolasúru kalki, misjafnlega mikið, og er vanalega
auðugur af leir. Kalk er nauðsynlegt næringarefni
fyrir ailar plöntur, einkanlega íyrir þær sem heyra
til baunaættarinnar, en oftast mun vera svo mikið
kalk i jörðunni sem beinlínis þarf til næringar plönt-
unum, en það er svo þýðíngarmikið áburðarefni
einkum vegna áhrifa þeirra, sem það hefir á jarð-
veginn. Eptir að menn komust upp á að nota mergil,
hefir jarðyrkjunni fleygt áfram. Hann er sérstak-
lega nauðsynlegur á moldarríka jörð til þess að
flýta fyrir efnahreytingunni og koma köfnunarefninu
i þá mynd, að jurtunum geti orðið það að notum.
Þetta er einkum nauðsynlegt i þeim löndum, sem
hafa iftinn sumarhita til þess að greiða fyrir efna-
breyting í jarðveginum, einnig er hann ágætur á
kalda og súra jörð. Hann hefir líka »fvsisk« áhrif
á jarðveginn, gjörir hann lausari og iéttari aðvinnslu.
Hann gjörir jarðveginn rikari af næringarefnum,
með því að i honum finnst ætíð nokkuð af þeim,
þótt það sé misjafnlega mikið, en raest eru gæði
mergils dæmd eftir þvi, hve mikið hann inniheldur
af kolasúru kalki, því það hefir mest áhrif á efna-
breytinguna i jarðveginum.
Hve mikið menn eiga að bera á af mergli, er
ekki auðsagt, þvi það er bundið ýmsum kringum-
stæðum, fyrst og fremst: Því meira sem er í hon-