Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1898, Blaðsíða 210
210
stundum um of minni sínu. Við æflsöguna hefur dr.
Jón Þorkelsson ingri, sem hefur sjeö um prentunina,
skrifað allfróðlegar skíringargreinar neðanmáls og
leiðrjettir þar sumt af því, sem mishermt er hjá
Grunnvíkingi.
Verst er, að útgáfan er fremur hroð^irknislega af
hendi leist og prentvillur alt of margar, og ekki
nærri allar leiðrjettar aftan við kverið. Mest ber á
þessu, þar sem koma firir útlend orð, einkum latinsk,
eða klausur eða vísur á latínu, og þar er það mein-
legast, því að prentvillur í islenskunni má oftast lesa
í málið, enn í útlendum orðum mun flestum veita það
erviðara. Það er svo að sjá, sem útgefandann, dr.
J. Þ., hafi skort um of þekking á latínumáli til að
gefa sæmilega út þessa bók. Hjer eru fáein dæmi:
Bls. III17: Namophylacis les Nomophylacis Bls.
III19: eircumstantiorum les circumstantiarum Bls.
LXII12: novissinæ les novissimæ Bls. LXVIIP:
caputa les capita Bls. LXXVI neðst: relegione les
religione Bis. CXVII14: distiniction les distinction
Bls. 2019: rescipiscite les resipiscite Bls. 377 og
14225. veteraði les verteraði Bls. 6325: Ergo ne les
Ergone Bls. 65 neðst: nibeas les niveas.
Þessar prentvillur eru þó firirgefanlegar. Verra
er, þegar villur í einstökum orðum eða setningu
greinarmerkja gera málið að lokleisu. A bls. 6413 á
eflaust að lesa : »vocat. Primus« í staðinn firir »vocas
primus* og komman á eftir »noctis« í næstu linu á
undan að falla burt (súbjektið í »vocat« er »tuum
carmen«, og »Primus« á við málið, sem á eftir fer).
A bls. 7021 á komman á eftir »præstat« að falla
burt. Á bls. CXIII23 er prentað »Apoputegma« í
staðinn firir hið alkunna (upphaflega gríska) orð
»Apophthegma«, sem þíðir: »spakmæli«, og af þvi