Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1898, Blaðsíða 10
10
einsog hjá Platon, heldur ondverðlega, einsog nú,
stundum hreinar, stundum blandnar, sumstaðar sér,
sumstaðar í sambandi, þvi allar eiga þær nokkuð
skvlt hver við aðra. Allar til samans hafa þær þessa
fjóra eiginlegleika: hita, kulda, þurrleik, vcetu. Eldur-
inn er heitur og þurr þvi samlagar hann sig bezt
loptinu, sem er þurrt og kallt; loptið samlagar sig bezt
vatninu, sem er kallt og vott; jörðin loksins er
köld og þurr, því á hún bezt við lopt og vatn, en
sízt við eldinn, þvi honum er hún ólíkust (tcs?’ ysvs-
asw? xai ipS’opac, II, 3); en allt um það blandast þau
í loganum, sem er brennandi reykur, og þar koma
jörð, lopt og eldur saman. Af' þessum efnum skap-
ast nú við hreifínguna, sem er þrennskonar, allt
annað likamlegt; annaðhvort flytst það úr einum
stað í annan — etadarhreifíng — eða það flytst úr
einni stærð í aðra — stœkkar og minkar, fjelgar «g
fœkkar — eða úr einu ástandi í annað — breytist að
áxigkomulagi til. En — hver hreifíngin sem er, þá
stefnir hún ávallt (fyr eða siðar) til hins betra; hin
eilífa skynsemi getur að eins haft góðan tilgáng, en
hann er sá, fyrir hreifínguna, verknaðinn, atorkuna
(svípysia) að efla og leiða hæfilegleika alls hins andlega
og líkamlega, hvort það er lifandi eður liflaust, til
þeirrar fullkomnunar (sVcsXs'xs'-a) sem því er ætluð.
Allt sem til er, nema gud og skynsemín, hin eilífa
skynsemi, byrjar í ondverðu með hæfilegleikum, getu
hugasemd, að það hafi ei getað verið liið fyrsta ástand frum-
efnanna, að sveiflast íkríng hvað innanum annað, því áður
hlytu þau að hafa verið hvort fyrir sig; eldurinn hlyti að
hafa leitað upp og jorðin niður, og ennfremur só ávallt hið
óblandaða blönduninni eldra; sé eitt efni bundið í öðru,
þá keppi það eptir að losast úr drómanum, sem só vottur
þess að það hafi áður verið frjálst óuvausi, ef eigi svspysóa.