Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1898, Blaðsíða 98
Vér vitum nú ekkert um það, hver haft hafi
mannaforráð um Blönduhlíð og næstu sveitir eða
um miðbik Hegranesþings um 950—960, nema hvað
Þórðar saga (útg. 1848, 28. bls.) nefnir til þess Özur
Arngrímsson, og má það vel rétt vera, þótt vér
þekkjum hann ekki af öðru, og kunnutn eigi að
rekja ætt hans til landnámsruanna. Sagan segir, að
móðir hans hafi verið Jórunn, systir Midfjarðar-
Skeggja, en hún er hvergi nefnd annarsstaðar.
Aptr á móti getr Þorleifs þáttr jarlsskálds um Þór-
hildi, systur Miðfjarðar-Skeggja, og er hún þar tal-
in kona Asgeirs rauðíeldar að Brekku í Svarfaðar-
dal (Ísl. fs. III. 115—116. sbr. Svd. XIX. k., ísl. fs.
III. 58). Ldn. III. 13 nefnir konu Asgeirs Iðunni
(B., »Þórunni« C. E.), dóttur Arnar í Arnarnesi, og
má koma þessu svo saman, að Asgeirr hafi átt Ið-
unni fyrst (um 930) og Yngvildi rauðkinn (fagrkinn)
við henni, en Þórhildi síðar (um 940), og hafi hún
verið móðir Þorleifs jarlsskálds (og bræðra hans,
sbr. Tim. Bmf. III. 104, nm. 10) enda bendir Svd.
(XIV. k. ísl. fs. III. 40. bls.) til mikils miseldria með
þeim systkinum. Má þá Uka hugsa sér, að Þórhildr
hafi verið ekkja, er Ásgeirr fékk hennar, og gat
hún áðr verið gipt Arngrími (að Þverá eða Grund
í Skagafirði) og átt Özur með honum (um 930), en
Arngrímr kynni að hafa verið sonr annarshvors
þeirra Gunnólfs i Hvammi eða Kollsveins ens ramma,
sern »hafði blót á Hofstöðum*, og virðist þvl hafa
verið hofgoði. Það er eins og nöfnunum á konum
Ásgeirs rauðfeldar (Iðunn og Þórhildr) hafi veriö
fjörð bygzt svo snemma, þá er ólíklegt, að mikill hluti {)e«sa
fagra héraðs hafi verið ónuminn (eða einskis eign) fram að lok-
um landnámstiðar.