Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1898, Blaðsíða 93
93
kvæðin til;orðin« (Tirn. Bmf. XV. 77—78. bls.), verðr
honum tilrætt um ætt Hörða-Kára, (sem kvæði
þetta hefir líklega fylgt frá upphafl), og minnist svo
stuttlega á nokkrar ættir h.jer á íslandi, er töldu
kyn sitt til Hörða-Kára. Meðal annars vitnar hann
til sögu Þórðar hreðu,1 en um þann mann segir
Guðbrandr Vigfússon, að hann »hafi aldrei á Islandi
lifað, að minsta kosti aldrei á þann hátt, sem sag-
an segir* (Safn til s. ísl. I. 195), sbr. og form. fyrir
útg. 1860 III. bls. Dr. Finnur Jónsson telr og sög-
una með lygasögum (í ágripi sinu af bókmentasögu
íslands). En þótt Þórðarsaga sé, eins og G. V.
kemst að orði, »mjög úr lagi færð og óforn«, mun
hún þó varla vera tilhæfulaus. Hefir Brynjólfr
Jónsson frá Minna-Núpi bent á það (í Árbók Forn-
leifafélagsins 1895, 11—12. bls.), að sagan geti ver-
ið rétt í aðalefninu, þótt missagnir sé i henni, t. d.
um það, hve nær Þórðr hafi komið út hingað, og
af hverjum ástæðum. Það getur naumast verið til-
búningr söguritarans, að Olöf, sem átti Þórð fyrir
seinni mann, er kölluð dóttir Hrolleifs i Hrolleifsdal
(útg. 1848 29. bls., sbr. Ldn. III. 4. 10, Vatnsd. 18.
k.), sem var hinn versti maðr, því að_ vel mátti sá,
er smiða vildi sögu, velja henni betra faðerni, en
það kemr allvel heim við timatal, að hún hafi ver-
ið dóttir þessa Hrolleifs, banatnanns Ingimundar
gamla, og Hróðnýjar Unadóttur úr Unadal, fædd
skömmu epfir 930, gipt Þórhalli nálægt 950, en
Þórði nálægt 960. Hefir Þórðr þá getað verið með
Gamla konungi, sem sagan segir (útg. 1848, 4. bls.
1) Dr. Konráð Maurer vitnar og til Þórðar sögu, þar sem
hann er að ræða um réttindi islenzka höfðingja gagnvart útlend-
um mönnum (Upphaf alsherjarrikis á íslandi, 80. hls. nm).