Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1898, Blaðsíða 107
107
rún, Þorleifr og Alof. (Óvist er, hvaðan Mána-
nafnið er).
Af þessu má sjá, að nöfnin á niðjum Einars
Þveræings styðja og staðfesta þá arfsögn, er geymzt
hefir í þætti Sigurðar slefu, ættartölunni í Þórðar
sögu hreðu og »Biskupaættum«, að hann hafi geng
ið að eiga Guðrúnu, dóttur Klypps hersis, og mun
óhætt að hafa það fyrir satt. Einkum er nafnið
Jdrmkeggi þýðingarmikið i þessu tilliti, með því að
varla munu aðrir finnast með því nafni en Járn-
skeggi af Yrjum og Járnskeggi Einarsson (og frændi
hans í Ljósv. 29. k.). Klypps nafnið hefir líka verið
fátítt í Noregi og finst varla hér á landi nema i
ætt Einars Þveræings, og ÁsldJea-nnXmb mun einnig
hafa verið hér mjög sjaldhaft eptir landnámstiðina.
Það er þvi meiri ástæða til að halda, að Þver-
æingar hafi eigi sótt þessi tágætu nöfn úrættis, sem
þeir virðast haf'a verið fastheldnir við ættnöfn sín,
sem dæmi eru sýnd til hér að framan, og enn má
sjá af þvi, að nöfnin Valgerðr (Laxd. 78. k.), Ragn-
heiðr (Band. 29. bls.), Einarr og Hallbera (Sturl.1 1.
4, I. 7. 9.) koma fyrst fram í Reyknesingakyni ept-
ir mægðirnar við Þveræinga, sömuleiðis heitir ein
af dætrum Hallfríðar Einarsdóttur Hallbera, sem fyr
segir, og dóttir Jórunnar Einarsdóttur Ragnheiðr
(Vápnf., 31. bls., Ldn. IV. 2.). Einarr heitir bæði
sonr og dóttursonr Járnskeggja (Band. 29. bls , Ljósv.,
Þórð., Lun. V. 7.) og það er eigi óliklegt, að Arnórr,
sonr Þóris Helgasonar, vinr Einars Þveræings Eyj-
ólfssonar, hafi átt eina dóttur hans (t. d. Vigdísi,
því að Vigdísar-nafnið kemr fram í ætt Þuríðar Aru-
órsdóttur, Ldn. III. 16) og hafi þeir verið þeirra syn-
ir Einarr að Hrafnagili og Þóroddr hjálmr, sem
Ljósv. (24. k. o. v.) nefnir i liði Eyjólfs halta ásamt
/