Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1898, Blaðsíða 111
111
un og fiskiveiðar Englendinga við Island svo mjög,
að 3—400 Englendingar komu við í Hafnarfirði ár-
lega. Færðu þeir sig upp á skaptið, tóku sér ból-
festu i landinu og reistu virki. Segir Hvítfeld í
sögu Kristjáns annars, Kh. lf)96, bls. 34—39, að þeir
hafi slegið eign sinni á Island, svo bændur vildu
ekki borga Dönum skatta og skyldur. Hann getur
um virki (Fæstning) þeirra, og að þeir hafi rænt
nautgripum og sauðfé frá landsmönnum. Kristján
var þá undirkonungur föður sms í Noregi, og sendi
hann Hans Rantzow til Islands að stökkva þeim úr
landi. Tókst það, og var eitt skip tekið af þeim en
öðru sökkt. Hugðu þeir til hefnda og komu liðfleiri
næsta ár. George King of Yarmouth var helst fyr-
ir þeim, og Richard Thomasson frá London, Thomas
frá Norwich o. fl. Létu þeir greipar sópa um skip
það, er konungsskattur var á, og mikið af vörum,
en drápu konungsskrifara Svein Þorleifsson Og 8—
10 af mönnum hans. Hvitfeld segir reyndar, að
þeir hafi drepið hann við tólfta mann (selff tolffte).1
Það voru Danir, dörusk yfirvöld, en ekki Islending-
ar, sem þeir áttu í sífelldum brösum við. Danir
mátu tjón sitt á 10,000 pund sterling, en þorðu ekki
vegna uggs við Svía og Hansastaðina að styggja
Hinrik áttunda, og gengu lint eptir skaðabótum.
Kristján annar kom til ríkis 1513. Hann vildi
vingast við Ilinrik áttunda og hafa aðstoð hans til
að brjóta verzlunarok Hansastaðanna af Danrnörku.
Sendi hann Hans Holm og Ditlev Smither til Eng-
lands að semja um þetta. Kvaðst láta sér nægja,
ef enskur maður á íslandi hefði fararbréf frá yfir-
1) Sbr. Bjiirn á Skarðsá, sem kallar hann Svein Þorleifsson,
Hvitfeld: Sven Torsson.