Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1898, Blaðsíða 19
19
og að því leiti verður þekkíngin þekkíng á því al-
menna óákveðna, en í framkvæmdinni er þekkíng-
in ákveðin þekkíng á því ákveðna, þessi þekkíng á
þessu. Það er nokkurskonar tilviljun (xai;a<7U|ji{kþi)xóe)
að augað sér litinn yfirhefud, þegar það sér einhvern
tiltekinn lit (rauðan, grænan), því það sér lit yfir-
höfuð óbeinlínis, af því sá einstaki litur, sem það
beinlínis sér (rauður, grænn), er litur«.
Hafi nokkur maður að fornu eða nýju hugsað
hverja hugsun út, og eigi sleppt henni, fyrenn hún
var tæmd, þá var það Aristoteles, og kynlegt segir
Trendelenburg það sé, að það sem úngum náms-
mönnum býðst 1 þýzkum háskólum (og hvað þá
oðrum!) undir hugsunarfræðis nafni, sé kallað hugs-
unarfræði; kveðst hann, þegar Hegel líður, sem þó
tók flest eptir hinum gríska heimspekíngi, enga
sanna hugsunarfræði þekkja, nema Aristotelis, og
þó er hún jafnframt svo ljós og glegg. — Aristo-
teles kallar hugsunarfræði sina organon, verkfæri,
og skiptir henni í fimm parta: 1., Aðalu msagnir
(um alla hluti) (xavnjYopíai):1 vera (maður, hestur),
1) 1 rökfræði Arnljóts Ólafssonar (Tímarit h. ísl. bók-
mentaf. 1891 bls. 213) stendur: »Það er eg kalla hór máls-
grein að fornum sið, það kalla nú flestir »rökfræðingar«
dóm; þess er að geta, að það nafn er komið sem fleiri frá
Aristoteli-------. »Hvar hefur höf. fundið það hjá Aristotel-
es? Dómur er á grísku xpúri.? dómari xpivrjp, ðixa-
ffvijip, en Aristoteles brúkar hvergi nokkurstaðar þetta orð um
málsgreinir eða umsagnir; hann brúkar orðið xaxvjYOpía (eng.
predicament) um þær almennu umsagnir, sem eiga viðhvern
hlut (að hann er, að hann er svo eða svo stór, að hann er
tvo eða svo, að hann er meiri, minni, betri, verri, en annar
hlutur, að hann er einhverstaðar, á einhverjum tíma, að hann
2*