Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1898, Blaðsíða 211
911
að útgefandinn hefur ekki skilið orðið svona afbak-
að, þá hefur hann Hka sett greinarmerkin á röngum
stöðum, svo að ekkert vit verður í málirm. Þar á
að lesa: »en ei kann eg með rökum að skýra, hvort
lögmaður hefur í sama sinn framtalað það í minnum
hafða og fyrir laungu á málreið komna Apophthegma :
»aungvum veraldarmanni (eða : ‘ veraldar manni' ?)
tekst að vinna á þeim djöfulspresti.« Hraparlegast
hefur þó útgefandanum mistekist á 187.—188. bls.
Þar hefur hann steipt saman í eitt tveimur latínskum
kvæðum, og er hið firra erfiljóð eftir hest (Kokk,
reiðhest sjera Benedikts í Bjarnanesi), enn hið síð-
ara ráð til karlmanna, hvernig þeir eigi að haga
sjer, þegar þeir koma firir auglit kvennmanns ! Efnið
hefði hjer átt að vera nóg til að sína útgefandanum,
að þetta tveut gat ekki átt saman, þó að hann hefði
ekki þekt síðara ljóðið, sem er gamall húsgangur.
Og þar að auki er birjun siðara ljóðsins mörkuð með
firirsögn, sem skírir frá efni þess, svo hljóðandi:
»Quid faciendum sit in' conspectu puellarum.« Enn
útgefandinn hefur ekki skilið, að þetta var firirsögn,
heldur tekur [firirsögnina upp f kvæðið um Kokk og
gerir úr henni sexmæling (hexameter)!! Og sjer þó
hver maður, sem nokkurt skinbragð ber á latinska
bragfræði, að það nær engri átt. í síðara kviðlingn-
um eru og rangt sett greinarmerki, og skal þannig
rita :
»Quid facies, facies Veneris cum veneris ante ?
Ne sedeas, sed eas, ne pereas per eas.«
Af þessu er eitt ljóst meðal annars, og það er,
að talsverð þekking í forntungunum, latínu og grisku,
er nauðsinleg til þess, að vjer getum skilið rjett rit
og sögu forfeðra vorra. Eftir þessu ættu menn að
muna, þegar þeir eru að amast við gömlu málunum.