Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1898, Blaðsíða 204
•204
honum. Var þó sólskin að sjá á nálægum fjöllum.
Biskup sendi síðan bréf i réttinn og afsagði að þola
þar dóm vegna þess að hann vissi ekki sitt varnar-
þing fvrir þeim rétti, en dómsmenn ályktuðu, að
biskup væri skyldugur til að mæta fyrir réttinum
og standa fyrir máli sínu. Hinn 15. júlí féll dómur-
inn og var hann á þá leið, að vitni biskups, Þor-
leifur Arason og Þorgils Sigurðsson, væru eigi lög-
mæt, því Þorleifur Arason væri rétt talinn þremenn-
ingur að skyldsemi við Odd lögmann, en Þorgils
væri í fjórmenningsmægðum við biskup, þar sem
hann væri giftur systurdóttur hans.1 Var eigi meira
fyrir biskup að gjöra að sinni í höfuðmálinu, því
Oddur sleit þinginu 20. júlí og bjóst að fara utan
um haustið.2
A næsta þingi stefndi biskup Grími Magnússyni
lögsagnara í Arnessýslu fyrir vitna.tektir hans á
Stóruborg í Grimsnesi 27. júní og 6. nóv. 1715 í
málum þeira Odds, og enn fremur Sumarliða Klem-
enzsyni fyrir réttarhald hans á Drangaþingi 12.—14.
febr. 1715, en lögréttan lagði þann úrskurð á þessi
mál, að með því að stefnur biskupsins væru Oddi
lögmanni viðkomandi, en hann væri nú ytra til að
gegna málum sínum fyrir hæstarétti, og enn frernur
hefðiBeyer landfógeti mótmælt þvíilögréttu,að nokkur
af þeim málum, er snertu Odd, væru tekin þar fyrir
að honum fjarverandi, þá sýndist ei tilhlýðilegt, að
nokkur fullnaðardómur væri kveðinn upp i þessum
málum að sinni, heldur væri þeim sökum, er snertu lög-
manninn, frestað til næstkomandi alþirigis.3 Þorleifur
1) Lbs. 21, fol.
2) Lögþingisbók 1(15, XVIII.
5) Liigþingisbók 1716, XIX og XXII.