Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1898, Blaðsíða 29
29
frá einhverju, eða fyrir ofurefli. Væri jurtunum ætl-
að að hreifast, þá hefðu þær eitthvert hreifingar-
færi. Eigi er það heldur hið skynjanda, eða slcynj-
unarkrapturinn. Þvi mörg dýr hafa skynjun, en eru
kyrsett og óhreifanleg. Gjöri nú náttúran ekkert
ófyrirsynju, né undanfelli neitt nauðsynlegt, þá er
auðsætt, að þó þau bæði auki kyn sitt, hafi vöxt og
viðgang og einnig apturför, einsog onnur dýr, þá er
þeim eigi ætluð staðarhreifíng. Eigi er það heldur
hið hugsanda, yfirvegunarafiið, eða skynsemin, sem
hreifir úr stað; hin ransakandi skynsemi fæst eigi
við það verklega, og segir ekkert um hvað flýja
eigi eður sækja eptir, en hreifíngin er annaðhvort flótti
eða eptirsókn. Og þó skynsemin yfirvegi eitthvað
þesskonar, þá skipar hún hvorki að flýja né eptir-
sækja; hún hugsar margopt um eitthvað óttalegt eða
eitthvað yndislegt, en liún skipar eigi að hræðast,
heldur hreifist hjartað, og þegar um hið unaðsfulla er að
ræða, einhver annar partur. Og þó að skynsemin
eða hin svonefnda hugsunarsemi segi manninum eða
dýrinu að flýja eitthvað eða sækjast eptir þvi, þá
hreifir maðurinn eða dýrið sig eigi fyrir það, en fer
eptir girndinni, einsog t. d. hínn óstillti. Vér sjáum,
að sá, sem kann læknisfræðina, læknar eigi þarfyrir,
svo það er eigi kunnáttan, heldur eitthvað annað,
sem knýr hann til að hrúha kunnáttuna. Eigi er
það heldur eptirlöngunin, tilhneigíngin, sem ræður
staðarhreifíngunni, þvi stillíngarmaðurinn gjörir eigi
það sem hann girnist og langar til, heldur hlýðir
skynseminni.----------Það sem hreifir úr stað, er
fyrst og fremst eitthvað fyrir utan mig, það sem jeg
vil fiýja, eða rriig langar eptir, það tilhneigjanda
(öpsxtóv), því næst hugarburðurinn, imindunin, og með-
fram ástundum skynsemin. Fyrst er þá hið hreif-