Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1898, Blaðsíða 172
172
Oddur lét lesa þessi bréf sín upp í lögréttu, skoraði
hann á alla þá, er þættust hafa eitthvað að klaga,
að gefa sig fram við hann, svo hann mætti taka að
sér mál þeirra, og var þeirri bendingu vinsamlega
fyigt.1 2
Ofan á þetta bættist eun fremur það, að stift-
amtmaður 15. maí árið eftir gerði Odd að fulltrúa
sínum á Islandi. Þá var og um leið Páli Beyer,
dönskum manni, veitt landfógetaembættið, og Kristján
Miiller amtmaður skipaði hann fulltrúa sinn hér á
landi (27. apr.). Bæði stiftamtmaður og amtmaður
gáfu út reglugjörðir, er tulltrúar þeirra skyldu
fylgja, og var aðal-inntakið i reglugjörð Odds á
þessa leið :J
5. gr. Hann skal ásamt með fulltrúa amtmanns-
ins hafa tilhlýðilegt eftirlit með réttargæzlu þar í
landi, svo enginn, hvorki andlegrar né veraldlegrar
stéttar, hafi ástæðu til að bera sig upp undan því. —
7. gr. Bkyldi svo fara, að einhver af réttarins þjón-
um ekki gegndi embætti sínu sem vera ber, þá skal
hann ásamt fulltrúa amtmanns láta höfða mál á móti
þeim hinum sama og vikja honum frá embætti, og
síðan tilkynna oss málavexti með fyrstu ferð. En í
stað þess er frá var vikið, skal hann skipa annan
mann, er bezt 'er til þess fallinn, þar til nánari úr-
skurður verður lagður þar á. — 9. gr. Þegar er
eitthvert veraldlegt embætti losnar þar i laridi, skal
hann ásamt fulltrúa amtmanns hafa sterkar gætur
á þvi, að engum ónytjung eða óáreiðanlegum manni
sé falið á hendur að gegna því, heldur að kjósa til
þess þann af umsækjendunum, sam bezt er til þess
1) Lög])ingisbók 1707, XXXVIII.
2) Lögþingisbók 1708, XIV.