Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1898, Blaðsíða 38
38
arfyrirkomulagið rángt, og þar hefjast allar spill-
íngar stjórnarfarsins; þá verður það harðstjórn, en
ríkið er samfélag frjdlxra manna, sem saman eru
komnir af þeirri þörf, er liggur f mannlegu eðli, að
lifa í félagsskap, einmiðt til þess að frjálsræðinu sé
betur borgið, því þessi er meiníngin með, að mað-
urinn er pólitískt dýr (£mov tcoa'.tixov), og sérílagi er
frelsið undirstaða frjálsveldis og lýðveldis. Nú hljóta
i hverri borg annaðhvort einn, fáir eða margir að
hafa hið æzta vald á hendi, en hvort sem það er
einn, fáir eða margir, sem brúka valdið til almenn-
íngsheilla, þá er stjórnarfarið rétt, en sé þvf beitt
hvort sem er til hagsmuna fyrir hinn eina, hina
fáu eður hina morgu, þá er stjórnarfarið brotið.
Með því móti verður einveldið að harðstjórn, bestu
mannastjórn að fáveldi, og frjdlsborgara stjórn (700X1-
Tsía)1 að Jýðveldi. Þvi harðstjórnin er einveldi í
hag einvaldans, fáveldið i hag hinna fáu og lýðveld-
ið í hag þeim snauðu. Hvar sem völdin eru byggð
á auð, livort sem hinir fjáðu eru fieiri eða færri,
þar er fáveldi, en hvar sem æzta valdið er hjá
enum snauðu, þar er lýðveldi, »þegar lýðveldið sveig-
ir til fáveldi.i verður- það beztumannastjórn, en er
hún aptur hneigist að fjoldanum, skapast frjálsborg-
araveldi (icoktTsía xaý é£oy_Tjv)«. Nú er svo ástatt,
1) Aristoteles nefnir ávallt þannig það stjórnarfar,
8em haun setur efst, og sem hann 1/sir svo, að það sé 1/ð-
veldi, er hneigist að bestu manna stjórn; skilst a honum, að
hann meini helzt stjórnarfar Aþenuhorgar, einsog Sólon kom
því fyrir, og einsog það var, áður enn þeir félagar, Perikles
og Efíaltes sveigðu það meir í 1/ðveldisstefnuna, annar með
því að r/ra vald Areiopagos-ráðsins, en hiun með því að á-
kveða 1/ðnum daglaun fvrir að sækja þing og dóma. — Pol.
II, 11, 4.